Atletico Madrid fékk skell gegn Espanyol á útivelli í spænsku La Liga deildinni í fótbolta.
Atletico hefur að litlu að keppa í spænsku úrvalsdeildinni, Barcelona er orðið meistari og Atletico er öruggt með Meistaradeildarsæti.
Í uppbótartíma fyrri hálfleiks skoraði Diego Godin sjálfsmark og gaf heimamönnum í Espanyol forystu í hálfleik.
Borja Iglesias skoraði annað mark Espanyol á 52. mínútu og hann bætti svo öðru marki sínu og þriðja marki heimamanna við á 89. mínútu úr vítaspyrnu.
Leiknum lauk með 3-0 sigri Espanyol sem er í 8. sæti deildarinnar.
Atletico fékk skell
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


