Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2019 13:00 Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð. Þriggja metra breið miðeyja verður á milli akbrauta með vegriði beggja vegna. Teikning/Vegagerðin. Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. Hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og stefnir Ístak að því að hefjast handa strax eftir helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lengi hefur verið þrýst á þessar samgöngubætur en breikkun þessa 3,2 kílómetra kafla, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og kirkjugarðsins í Hafnarfirði, er stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.Vegarkaflinn er 3,2 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin.Það eru liðnar meira en sex vikur frá því tilboð voru opnuð. Það hefur hins vegar dregist að skrifa undir verksamninga en núna er búið að höggvið á hnútinn. Þrír verktakar, Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar, áttu saman lægsta boð upp á 1.864 milljónir króna, en því boði hafnaði Vegagerðin. Fjögur tilboð bárust í verkið. Núna er búið að semja við Ístak.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Það kannski sneri mest að fyrrverandi reynslu lægstbjóðanda. Við gerum þá kröfu í útboði að verktaki þarf að hafa reynslu af einu verki, sem er meira en 50 prósent af umfangi þess verks sem við buðum út,“ sagði Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og segir verkið á áætlun, þrátt fyrir þessa uppákomu. Vegagerðin valdi í staðinn að ganga til samninga við Ístak, þann verktaka sem átti næstlægsta boð, upp á 2.106 milljónir króna, sem var 242 milljónum hærra en lægsta boð. Skrifað var undir verksamninga á grundvelli tilboðs Ístaks í gær.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, undirrituðu verksamninginn í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík.Stöð 2/KMU.„Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt og skemmtilegt verkefni innan vegagerðar, margir verkþættir sem við komum að þarna. Þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Og það verður strax hafist handa.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Verktaki ætlar að setja upp aðstöðu á mánudaginn kemur,“ segir Óskar Örn. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna. „Við sjáum þetta líka sem fyrsta áfangann í borgarlínunni því það er hluti þarna undir sem er fyrsti áfangi borgarlínunnar, göngin undir Strandgötuna,“ segir Karl. Göng Strandgötu undir Reykjanesbraut verða breikkuð til að skapa rými fyrir borgarlínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verkinu skal lokið innan átján mánaða en verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Nánar má lesa um verkið á vef Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45 Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. Hluti verksins er í raun fyrsti áfangi borgarlínunnar og stefnir Ístak að því að hefjast handa strax eftir helgi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Lengi hefur verið þrýst á þessar samgöngubætur en breikkun þessa 3,2 kílómetra kafla, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og kirkjugarðsins í Hafnarfirði, er stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár.Vegarkaflinn er 3,2 kílómetra langur.Teikning/Vegagerðin.Það eru liðnar meira en sex vikur frá því tilboð voru opnuð. Það hefur hins vegar dregist að skrifa undir verksamninga en núna er búið að höggvið á hnútinn. Þrír verktakar, Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktakar, áttu saman lægsta boð upp á 1.864 milljónir króna, en því boði hafnaði Vegagerðin. Fjögur tilboð bárust í verkið. Núna er búið að semja við Ístak.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.„Það kannski sneri mest að fyrrverandi reynslu lægstbjóðanda. Við gerum þá kröfu í útboði að verktaki þarf að hafa reynslu af einu verki, sem er meira en 50 prósent af umfangi þess verks sem við buðum út,“ sagði Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, og segir verkið á áætlun, þrátt fyrir þessa uppákomu. Vegagerðin valdi í staðinn að ganga til samninga við Ístak, þann verktaka sem átti næstlægsta boð, upp á 2.106 milljónir króna, sem var 242 milljónum hærra en lægsta boð. Skrifað var undir verksamninga á grundvelli tilboðs Ístaks í gær.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, undirrituðu verksamninginn í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar við Borgartún í Reykjavík.Stöð 2/KMU.„Við erum mjög spenntir fyrir þessu verkefni. Þetta er stórt og skemmtilegt verkefni innan vegagerðar, margir verkþættir sem við komum að þarna. Þannig að þetta leggst bara vel í okkur,“ sagði Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks. Og það verður strax hafist handa.Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Verktaki ætlar að setja upp aðstöðu á mánudaginn kemur,“ segir Óskar Örn. Verkinu fylgir breikkun brúar yfir Strandgötu og gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut, sem og gerð umtalsverðra hljóðvarna. „Við sjáum þetta líka sem fyrsta áfangann í borgarlínunni því það er hluti þarna undir sem er fyrsti áfangi borgarlínunnar, göngin undir Strandgötuna,“ segir Karl. Göng Strandgötu undir Reykjanesbraut verða breikkuð til að skapa rými fyrir borgarlínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Verkinu skal lokið innan átján mánaða en verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Nánar má lesa um verkið á vef Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Hafnarfjörður Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20 Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30 Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45 Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Ráðherra vill hraða borgarlínu "Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“ 31. janúar 2019 06:20
Bjuggust við hærri tilboðum í tvöföldun Reykjanesbrautar Lægsta boð í tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði reyndist tæpir 1,9 milljarðar króna, 186 milljónum króna undir kostnaðaráætlun, en þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár. 19. mars 2019 20:30
Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9. apríl 2019 18:45
Átakshópur leggur til að borgarlínu og framkvæmdum við stofnbrautir verði flýtt Átakshópur forsætisráðherra í húsnæðismálum leggur til að uppbyggingu borgarlínu verði hraðað og uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki mið af afgengi að skilvirkum almenningssamgöngum. 23. janúar 2019 18:45