Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja persónulega þjónustu Sighvatur Jónsson skrifar 4. maí 2019 12:15 Nær fjórðungur íbúa Reykjanesbæjar eru erlendir ríkisborgarar. Mynd/Reykjanesbær Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja fá persónulega þjónustu en ekki eingöngu þjónustu í gegnum síma eða tölvu. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju meistaraverkefni um bætta innflytjendaþjónustu í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum segir þörf á því að geta veitt innflytjendum margvíslega þjónustu á einum stað. Verkefnið var unnið í meistaranámi HR í verkefnastjórnun í samstarfi við Vinnumálastofnun á Suðurnesjum og fjölmenningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Verkefnið ber yfirskriftina Betri þjónusta við innflytjendur. Greind var þörf á þjónustu við innflytjendur á Suðurnesjum. Litið er til Fjölmenningarstofu á Ísafirði sem var stofnuð fyrir nokkrum árum. Hlutfallslega eru innflytjendur flestir í Reykjanesbæ, þeir nema nær fjórðungi íbúa þar. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir þörf á því að innflytjendur geti sótt þjónustu og upplýsingar á einn stað. Reynslan sýni að innflytjendur leiti til Vinnumálastofnunar ekki vitandi hvar þeir eigi að sækja ýmsa þjónustu. Hildur segir niðurstöður verkefnisins verða kynntar fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Margar góðar hugmyndir hafi verið settar fram, meðal annars um færanlega þjónustumiðstöð. „Að hafa bíl sem keyrir á milli, skrifstofu á hjólum, sem myndi aðstoða fólk. Það eru margir sem eru ekki með bíl eða annað farartæki til að ferðast á milli og strætósamgöngur ekki alltaf hentugar. Þannig að það er mjög góð hugmynd sem kom út úr þessu,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Innflytjendamál Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja fá persónulega þjónustu en ekki eingöngu þjónustu í gegnum síma eða tölvu. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju meistaraverkefni um bætta innflytjendaþjónustu í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum segir þörf á því að geta veitt innflytjendum margvíslega þjónustu á einum stað. Verkefnið var unnið í meistaranámi HR í verkefnastjórnun í samstarfi við Vinnumálastofnun á Suðurnesjum og fjölmenningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Verkefnið ber yfirskriftina Betri þjónusta við innflytjendur. Greind var þörf á þjónustu við innflytjendur á Suðurnesjum. Litið er til Fjölmenningarstofu á Ísafirði sem var stofnuð fyrir nokkrum árum. Hlutfallslega eru innflytjendur flestir í Reykjanesbæ, þeir nema nær fjórðungi íbúa þar. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir þörf á því að innflytjendur geti sótt þjónustu og upplýsingar á einn stað. Reynslan sýni að innflytjendur leiti til Vinnumálastofnunar ekki vitandi hvar þeir eigi að sækja ýmsa þjónustu. Hildur segir niðurstöður verkefnisins verða kynntar fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Margar góðar hugmyndir hafi verið settar fram, meðal annars um færanlega þjónustumiðstöð. „Að hafa bíl sem keyrir á milli, skrifstofu á hjólum, sem myndi aðstoða fólk. Það eru margir sem eru ekki með bíl eða annað farartæki til að ferðast á milli og strætósamgöngur ekki alltaf hentugar. Þannig að það er mjög góð hugmynd sem kom út úr þessu,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum.
Innflytjendamál Reykjanesbær Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira