Ráðamenn kynni sér áföll og fíkn birnadrofn@frettabladid.is skrifar 4. maí 2019 04:00 Pétur Einarsson, skipuleggjandi ráðstefnunnar iCAAD. Ráðstefnan fjallar um áföll og fíknisjúkdóma og er haldin í annað sinn á Íslandi. Fréttablaðið/Eyþór „Það sem er að gerast er að við erum að fatta að það eru bara allir með stóran poka fullan af einhverjum áföllum á bakinu og fólk er ekki að leysa úr sínum málum. Ef við gerum það ekki þá förum við alltaf aftur í sama mynstrið. Að borða of mikið, drekka of mikið, sambönd endast ekki og svo framvegis.“ Þetta segir Pétur Einarsson, skipuleggjandi rástefnunnar iCAAD sem fer fram í Hörpu dagana 10. og 11. maí. Ráðstefnan fjallar um áföll og fíknisjúkdóma og er haldin í annað sinn á Íslandi. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegri ráðstefnuseríu sem haldin er víða um heim og byggir á því að auka þekkingu og finna lausnir á andlegum og tilfinningalegum heilsufarsvandamálum. Samkvæmt Pétri er mikilvægt að auka og betrumbæta þau meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir fólk með fíknisjúkdóma. Hann segir lykilinn liggja í því að skoða grunninn og finna ástæðu þess að fólk lendi í klóm fíknar. „Vandinn getur verið eitthvert djúpstætt áfall sem viðkomandi er að burðast með og hefur jafnvel burðast með alla ævi,“ segir Pétur og bætir við að sé fólk með áfall á bakinu sem ekki hefur verið unnið úr sé líklegt að það leiti annarra leiða til að bæta líðan sína. Þær leiðir segir hann geta verið margvíslegar og tekur dæmi um forseta Bandaríkjanna: „Eins og Trump, hann er á einhvern hátt að reyna að bæta líðan sína með Twitter, reyna að fixa sig á Twitter.“ Aðspurður um aðkomu sína að ráðstefnunni segist Pétur vilja gera eitthvað sem skiptir máli. „Ég er að reyna að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég var að vinna í banka sem er auðvitað meira og minna gagnslaust og núna er ég að reyna að gera eitthvert gagn,“ segir Pétur brosandi og bætir við að hann hafi unnið mikið í 12 spora samtökum og fangelsismálum þar sem hann hafi skynjað mikla þörf fyrir breytingar í hugsunarhætti tengdum áföllum og fíkn. Hann kynntist forsvarsmönnum iCAAD þegar hann bjó í Bretlandi, heillaðist af starfi þeirra og vildi vera með. Ráðstefnan skiptist niður á tvo daga. Á föstudeginum verður vinnustofa í áfallastreitu með Judy Crane og Tom Pecca. Markmið vinnustofunnar er að hjálpa fólki að brjótast út úr vítahring áfallastreitu en þar býr Judy yfir um 30 ára reynslu. Hún hefur bæði menntun á þessu sviði og upplifði sjálf áfall á sínum yngri árum sem leiddi hana á götur fíknarinnar. Systurnar Gunný og Vagna Magnúsdætur verða Judy og Tom innan handar en þær eru báðar menntaðar fíknifræðingar. Á laugardeginum munu ráðstefnugestir heyra reynslusögur einstaklinga sem lent hafa í áföllum og hvernig þeir unnu úr þeim. Fram koma Veiga Grétarsdóttir, Helga Árnadóttir og Tolli Morthens ásamt því að Bubbi bróðir hans mun mæta, taka nokkur lög og lesa upp úr nýjustu ljóðabók sinni. Í bókinni yrkir Bubbi um áfall sem hann varð fyrir í æsku. Einnig mun Sonny Hall, fyrirsæta frá Bretlandi, segja frá reynslu sinni úr fíkniefnaheiminum og hvernig hann sigraðist á fíkninni. Pétur segir að allir hefðu gott af því að mæta á ráðstefnuna. Föstudagurinn sé tilvalinn fyrir fagfólk til að auka við þekkingu sína en sé þó opinn öllum. Á laugardeginum geta allir grætt á því að mæta, segir Pétur. „Þetta er fyrir alla, hugsaðu þér hvað það eru margir sem tengja við það að lenda í áfalli. Aðstandendur, foreldrar og börn, það eru svo margir sem eru að glíma við áföll. Ef það erum ekki við sjálf þá er það einhver sem við þekkjum,“ segir hann og bætir við að hann hvetji stjórnmálamenn og valdafólk sérstaklega til þess að mæta. „Það eru oft þeir sem hafa orðið fyrir mestu áföllunum sem sjá það ekki sjálfir, og skilja ekki aðstæðurnar sem þeir eru í. Maður kemst ekkert áfram ef maður er fastur. Í þessu samhengi dettur mér í hug Klaustursmálið, við öll sjáum eitthvað sem þau sjá ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
„Það sem er að gerast er að við erum að fatta að það eru bara allir með stóran poka fullan af einhverjum áföllum á bakinu og fólk er ekki að leysa úr sínum málum. Ef við gerum það ekki þá förum við alltaf aftur í sama mynstrið. Að borða of mikið, drekka of mikið, sambönd endast ekki og svo framvegis.“ Þetta segir Pétur Einarsson, skipuleggjandi rástefnunnar iCAAD sem fer fram í Hörpu dagana 10. og 11. maí. Ráðstefnan fjallar um áföll og fíknisjúkdóma og er haldin í annað sinn á Íslandi. Ráðstefnan er hluti af alþjóðlegri ráðstefnuseríu sem haldin er víða um heim og byggir á því að auka þekkingu og finna lausnir á andlegum og tilfinningalegum heilsufarsvandamálum. Samkvæmt Pétri er mikilvægt að auka og betrumbæta þau meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir fólk með fíknisjúkdóma. Hann segir lykilinn liggja í því að skoða grunninn og finna ástæðu þess að fólk lendi í klóm fíknar. „Vandinn getur verið eitthvert djúpstætt áfall sem viðkomandi er að burðast með og hefur jafnvel burðast með alla ævi,“ segir Pétur og bætir við að sé fólk með áfall á bakinu sem ekki hefur verið unnið úr sé líklegt að það leiti annarra leiða til að bæta líðan sína. Þær leiðir segir hann geta verið margvíslegar og tekur dæmi um forseta Bandaríkjanna: „Eins og Trump, hann er á einhvern hátt að reyna að bæta líðan sína með Twitter, reyna að fixa sig á Twitter.“ Aðspurður um aðkomu sína að ráðstefnunni segist Pétur vilja gera eitthvað sem skiptir máli. „Ég er að reyna að gera eitthvað sem skiptir máli. Ég var að vinna í banka sem er auðvitað meira og minna gagnslaust og núna er ég að reyna að gera eitthvert gagn,“ segir Pétur brosandi og bætir við að hann hafi unnið mikið í 12 spora samtökum og fangelsismálum þar sem hann hafi skynjað mikla þörf fyrir breytingar í hugsunarhætti tengdum áföllum og fíkn. Hann kynntist forsvarsmönnum iCAAD þegar hann bjó í Bretlandi, heillaðist af starfi þeirra og vildi vera með. Ráðstefnan skiptist niður á tvo daga. Á föstudeginum verður vinnustofa í áfallastreitu með Judy Crane og Tom Pecca. Markmið vinnustofunnar er að hjálpa fólki að brjótast út úr vítahring áfallastreitu en þar býr Judy yfir um 30 ára reynslu. Hún hefur bæði menntun á þessu sviði og upplifði sjálf áfall á sínum yngri árum sem leiddi hana á götur fíknarinnar. Systurnar Gunný og Vagna Magnúsdætur verða Judy og Tom innan handar en þær eru báðar menntaðar fíknifræðingar. Á laugardeginum munu ráðstefnugestir heyra reynslusögur einstaklinga sem lent hafa í áföllum og hvernig þeir unnu úr þeim. Fram koma Veiga Grétarsdóttir, Helga Árnadóttir og Tolli Morthens ásamt því að Bubbi bróðir hans mun mæta, taka nokkur lög og lesa upp úr nýjustu ljóðabók sinni. Í bókinni yrkir Bubbi um áfall sem hann varð fyrir í æsku. Einnig mun Sonny Hall, fyrirsæta frá Bretlandi, segja frá reynslu sinni úr fíkniefnaheiminum og hvernig hann sigraðist á fíkninni. Pétur segir að allir hefðu gott af því að mæta á ráðstefnuna. Föstudagurinn sé tilvalinn fyrir fagfólk til að auka við þekkingu sína en sé þó opinn öllum. Á laugardeginum geta allir grætt á því að mæta, segir Pétur. „Þetta er fyrir alla, hugsaðu þér hvað það eru margir sem tengja við það að lenda í áfalli. Aðstandendur, foreldrar og börn, það eru svo margir sem eru að glíma við áföll. Ef það erum ekki við sjálf þá er það einhver sem við þekkjum,“ segir hann og bætir við að hann hvetji stjórnmálamenn og valdafólk sérstaklega til þess að mæta. „Það eru oft þeir sem hafa orðið fyrir mestu áföllunum sem sjá það ekki sjálfir, og skilja ekki aðstæðurnar sem þeir eru í. Maður kemst ekkert áfram ef maður er fastur. Í þessu samhengi dettur mér í hug Klaustursmálið, við öll sjáum eitthvað sem þau sjá ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira