Airbnb aukið ójöfnuð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 13:24 Hátt hlutfall eigna í miðborg Reykjavíkur er skráð á Airbnb. Vísir/vilhelm Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. Þéttleiki Airbnb-eigna er mestur í 101 Reykjavík og næsta nágrenni en í sumum götum er allt að 70% eigna skráðar á síðuna. Svo virðist sem Airbnb, rétt eins og stuttir leigusamningar, hafi ýtt undir félagslegan ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Dr. Anne-Cécile Mermet, borgarlandfræðingur og lektor við Sorbonne háskóla í París, framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd Höfuðborgarstofu með styrk frá Ferðamálastofu og Íbúðalánasjóði. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að gera tölfræðilega úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016-2018 og kanna hversu stór hlutfall hafði tilskilið leyfi. Hins vegar var kannað á hvaða forsendum leigusalar starfrækja Airbnb á höfuðborgarsvæðinu, hvaða áhrif starfsemin hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.Allt að 70 prósent götunnar á Airbnb Um 80 prósent eigna á höfuðborgarsvæðinu, sem skráðar eru á Airbnb, eru í Reykjavík; 37 prósent í 101 Reykjavík, 17 prósent í 105 Reykjavík og 7 prósent í 107 Reykjavík. Miðborgin og næsta nágrenni hennar hýsir því rúmlega 60 prósent skráðra eigna. Alls voru 2657 eignir skráðar í Reykjavík í apríl í ár og þar af voru 58 prósent starfræktar án lögbundins leyfis. Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Berþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur en allt að 70 prósent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til að leigusalar séu ekki „ekki einsleitur hópur með einsleit markmið,“ eins og það er orðað. Viðskiptaaðferðir þeirra eru því ólíkar, rétt eins og áhrifin. „Á meðan sum viðskiptamódel hafa fært eignarhald frá heimilum til fjárfesta og viðskipta, hafa önnur hjálpað íbúum að halda í heimili sín og/eða eiga fyrir lífsnauðsynjum.“ Þrátt fyrir það virðist Airbnb og stuttir leigusamningar hafa ýtt undir félagslegan ójöfnuð, ef marka má niðurstöðurnar. „Starfsemin getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á húsnæðismarkaði. Hins vegar eru afleiðingarnar minna framboð og hærra verð sem gerir þeim sem eru á höttunum eftir að eignast heimili til kaups eða leigu erfiðara fyrir.“Kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar má nálgast hér. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Fjöldi eigna á höfuðborgarsvæðinu sem skráður er á Airbnb tvöfaldaðist á árunum 2016 til 2018, fjölgaði úr 2032 í 4154. Þéttleiki Airbnb-eigna er mestur í 101 Reykjavík og næsta nágrenni en í sumum götum er allt að 70% eigna skráðar á síðuna. Svo virðist sem Airbnb, rétt eins og stuttir leigusamningar, hafi ýtt undir félagslegan ójöfnuð á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Dr. Anne-Cécile Mermet, borgarlandfræðingur og lektor við Sorbonne háskóla í París, framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd Höfuðborgarstofu með styrk frá Ferðamálastofu og Íbúðalánasjóði. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að gera tölfræðilega úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016-2018 og kanna hversu stór hlutfall hafði tilskilið leyfi. Hins vegar var kannað á hvaða forsendum leigusalar starfrækja Airbnb á höfuðborgarsvæðinu, hvaða áhrif starfsemin hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.Allt að 70 prósent götunnar á Airbnb Um 80 prósent eigna á höfuðborgarsvæðinu, sem skráðar eru á Airbnb, eru í Reykjavík; 37 prósent í 101 Reykjavík, 17 prósent í 105 Reykjavík og 7 prósent í 107 Reykjavík. Miðborgin og næsta nágrenni hennar hýsir því rúmlega 60 prósent skráðra eigna. Alls voru 2657 eignir skráðar í Reykjavík í apríl í ár og þar af voru 58 prósent starfræktar án lögbundins leyfis. Þær götur sem hafa flestar Airbnb eignir á skrá eru Laugavegur, Hverfisgata, Grettisgata, Berþórugata, Óðinsgata og Bjarnarstígur en allt að 70 prósent eigna í þessum götum eru skráðar hjá Airbnb. Niðurstöður rannsóknarinnar benda jafnframt til að leigusalar séu ekki „ekki einsleitur hópur með einsleit markmið,“ eins og það er orðað. Viðskiptaaðferðir þeirra eru því ólíkar, rétt eins og áhrifin. „Á meðan sum viðskiptamódel hafa fært eignarhald frá heimilum til fjárfesta og viðskipta, hafa önnur hjálpað íbúum að halda í heimili sín og/eða eiga fyrir lífsnauðsynjum.“ Þrátt fyrir það virðist Airbnb og stuttir leigusamningar hafa ýtt undir félagslegan ójöfnuð, ef marka má niðurstöðurnar. „Starfsemin getur skapað fjárhagsleg tækifæri fyrir þá sem þegar eiga eignir og þannig treyst enn betur stöðu þeirra á húsnæðismarkaði. Hins vegar eru afleiðingarnar minna framboð og hærra verð sem gerir þeim sem eru á höttunum eftir að eignast heimili til kaups eða leigu erfiðara fyrir.“Kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar má nálgast hér.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira