Facebook bannar „hættulega“ öfgamenn Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 08:25 Louis Farrakhan, leiðtogi Þjóðar íslams sem skilgreind hefur verið sem haturssamtök, og Alex Jones, stofnandi Infowars. Vísir/AP Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook hafa bannað öfgamenn eins og Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars, og Louis Farrakhan, leiðtoga Þjóðar íslams. Öfgamennirnir eru taldir brjóta gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Bannið nær einnig til annarra miðla Facebook eins og Instagram, aðdáendasíða öfgamannanna og annarra tengdra reikninga. Auk Jones og Farrakhan hafa hægriöfgamenn sem eru áberandi í Bandaríkjunum eins og Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer verið bannaðir á Facebook. Allir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jones hafði áður verið settur í tímabundið bann en nú er það varanlegt. Twitter hefur einnig bannað Jones, Loomer og Yiannopolous. Þeir sem urðu fyrir banninu saka Facebook um ritskoðun. Gagnrýnendur þeirra segja að Facebook sé aðeins að framfylgja eigin reglum fyrst núna með því að banna þá frá miðlinum. Infowars, sem Jones stofnaði og Watson vann fyrir hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um Sandy Hook-fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum. Þjóð íslams sem Farrakhan stýrir hefur verið sökuð um að ala á andúð á gyðingum. Bandaríkin Facebook Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook hafa bannað öfgamenn eins og Alex Jones, stofnanda samsæriskenningamiðilsins Infowars, og Louis Farrakhan, leiðtoga Þjóðar íslams. Öfgamennirnir eru taldir brjóta gegn skilmálum Facebook um „hættulega einstaklinga“. Bannið nær einnig til annarra miðla Facebook eins og Instagram, aðdáendasíða öfgamannanna og annarra tengdra reikninga. Auk Jones og Farrakhan hafa hægriöfgamenn sem eru áberandi í Bandaríkjunum eins og Paul Nehlen, Milo Yiannopoulos, Paul Joseph Watson og Laura Loomer verið bannaðir á Facebook. Allir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur, að sögn AP-fréttastofunnar. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jones hafði áður verið settur í tímabundið bann en nú er það varanlegt. Twitter hefur einnig bannað Jones, Loomer og Yiannopolous. Þeir sem urðu fyrir banninu saka Facebook um ritskoðun. Gagnrýnendur þeirra segja að Facebook sé aðeins að framfylgja eigin reglum fyrst núna með því að banna þá frá miðlinum. Infowars, sem Jones stofnaði og Watson vann fyrir hefur meðal annars dreift samsæriskenningum um Sandy Hook-fjöldamorðið á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum. Þjóð íslams sem Farrakhan stýrir hefur verið sökuð um að ala á andúð á gyðingum.
Bandaríkin Facebook Twitter Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47 Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Twitter lokar reikningum Alex Jones Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. 6. september 2018 21:47
Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars. 15. ágúst 2018 09:33
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14