Er Reykjavík að verða að draugabæ? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. maí 2019 21:25 Allt stefnir nú í að gerðar verði stórvægilegar breytingar á miðborginni og Hlemmi í óþökk fjölmargra, þar með talda rekstrar- og hagsmunaaðila en einnig fjölmargra Reykvíkinga. Breytingarnar eru varanlegar lokanir á helstu götum fyrir bílaumferð. Nýjasta útspil meirihlutans eru áætlanir um að loka fyrir umferð bifreiða umhverfis Hlemm. Einnig að loka fyrir umferð Rauðarárstígs og Snorrabrautar, sunnan við Hlemm sem og loka fyrir bílaumferð að Hlemmi úr austurátt, á kaflanum frá Fíladelfíu að Hlemmi. Önnur þróun hefur einnig verið að eiga sér stað í miðbænum sem veldur mörgum áhyggjum. Byggðar hafa verið fjöldinn allur af rándýrum lúxusíbúðum. Nú er svo komið að offramboð er af þessum einsleitu eignum og hundruð íbúða eru á sölu eða að koma á sölu í miðborginni. Salan á þessum eignum hefur ekki gengið sem skyldi. Íbúðirnar á Hafnartorgi eru einungis ætlaðar auðjöfrum. Hvar eru ódýru íbúðirnar? Hvar er fjölbreytnin? Allt er þetta að gerast í miðri óvissu um ferðaþjónustuna en mikið af íbúðum á þessu svæði tengjast henni. Einhverjir verktakar halda nú að sér höndum og bíða eftir að verslunarrekstur fari af stað. En þvert á móti eru verslunareigendur í hópum að flýja þetta svæði. Átti ekki að gæða miðborgina lífi? Mannlausar íbúðir og tóm verslanarými er myndin sem miðborg Reykjavíkur er að taka á sig.Þöggun er ein birtingarmynd kúgunar Sá sem leyfir sér að tala um ástandið sem er að skapast í miðbænum og lýsa áhyggjum sínum er snupraður fyrir að vera að „tala miðbæinn niður“, eins og það er orðað. Að snupra fólk sem lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála í miðborginni með þessum hætti er ekkert annað en taktík til að þagga niður í fólki. Með þessu er verið að varpa ábyrgðinni á þá sem vilja ræða málin með opinskáum hætti og tjá skoðanir sínar. Verði miðbærinn að draugabæ verður þeim sem „töluðu hann niður“ kennt um? Það er vissulega handhægt fyrir þá sem vilja ekki hefja lýðræðislega umræðu að beita þöggunaraðferð sem þessari.Tala og hlusta Öll umræða er af hinu góða, allar upplýsingar eru til gagns og það versta sem hægt er að gera í lýðræðissamfélagi er að reyna að þagga niður umræðu af ótta við að sú hlið málsins sem hugnast ekki valdhöfum og peningaöflum nái eyrum almennings. Meirihluti borgarstjórnar, ekki síst Viðreisn og Píratar, er sífellt að státa sig af því að virða lýðræði. Er það lýðræðislegt að hunsa óskir á þriðja hundrað rekstraraðila um samráð? Meirihlutinn í borgarstjórn státar sig af því að hafa notendasamráð í öllum verkferlum. Er það dæmi um notendasamráð að vinna ekki með notendum að svo víðtækri skipulagsbreytingu sem hér um ræðir? Hagsmunaaðilar hafa fullyrt að ýmist hafi ekkert samráð verið haft við þá eða mjög lítið í besta falli. Í könnunum sem valdhafar vísa í stendur ekki steinn yfir steini hvað varðar að „meirihluti borgarbúar“ sé himinlifandi yfir þessum breytingum. Áfram er gengið á lagið Nú hefur borgarmeirihlutinn ákveðið að ganga enn lengra án þess að spyrja kóng né prest. Nú er Rauðarárstígur, Snorrabraut og Hlemmur einnig undir. En miðborg Reykjavíkur er ekki eign borgarstjóra. Borgarfulltrúi Flokks fólksins krefst þess að haft verði samráð við fólkið sem reynt hefur að ná eyrum ráðandi afla í borginni. Haldi áfram sem horfi er hér verið að misbjóða fólki með grófum hætti. Ótti Flokks fólksins um að miðbærinn verði einungis fyrir túrista, auðjöfra og auðvitað æðstu valdhafa borgarinnar virðist vera að sanngerast. Þar sem þessir hópar munu aldrei ná einir og sér að halda uppi mannlífi í borginni stefnir hratt í að miðbær Reykjavíkur verði að draugabæ.Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allt stefnir nú í að gerðar verði stórvægilegar breytingar á miðborginni og Hlemmi í óþökk fjölmargra, þar með talda rekstrar- og hagsmunaaðila en einnig fjölmargra Reykvíkinga. Breytingarnar eru varanlegar lokanir á helstu götum fyrir bílaumferð. Nýjasta útspil meirihlutans eru áætlanir um að loka fyrir umferð bifreiða umhverfis Hlemm. Einnig að loka fyrir umferð Rauðarárstígs og Snorrabrautar, sunnan við Hlemm sem og loka fyrir bílaumferð að Hlemmi úr austurátt, á kaflanum frá Fíladelfíu að Hlemmi. Önnur þróun hefur einnig verið að eiga sér stað í miðbænum sem veldur mörgum áhyggjum. Byggðar hafa verið fjöldinn allur af rándýrum lúxusíbúðum. Nú er svo komið að offramboð er af þessum einsleitu eignum og hundruð íbúða eru á sölu eða að koma á sölu í miðborginni. Salan á þessum eignum hefur ekki gengið sem skyldi. Íbúðirnar á Hafnartorgi eru einungis ætlaðar auðjöfrum. Hvar eru ódýru íbúðirnar? Hvar er fjölbreytnin? Allt er þetta að gerast í miðri óvissu um ferðaþjónustuna en mikið af íbúðum á þessu svæði tengjast henni. Einhverjir verktakar halda nú að sér höndum og bíða eftir að verslunarrekstur fari af stað. En þvert á móti eru verslunareigendur í hópum að flýja þetta svæði. Átti ekki að gæða miðborgina lífi? Mannlausar íbúðir og tóm verslanarými er myndin sem miðborg Reykjavíkur er að taka á sig.Þöggun er ein birtingarmynd kúgunar Sá sem leyfir sér að tala um ástandið sem er að skapast í miðbænum og lýsa áhyggjum sínum er snupraður fyrir að vera að „tala miðbæinn niður“, eins og það er orðað. Að snupra fólk sem lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála í miðborginni með þessum hætti er ekkert annað en taktík til að þagga niður í fólki. Með þessu er verið að varpa ábyrgðinni á þá sem vilja ræða málin með opinskáum hætti og tjá skoðanir sínar. Verði miðbærinn að draugabæ verður þeim sem „töluðu hann niður“ kennt um? Það er vissulega handhægt fyrir þá sem vilja ekki hefja lýðræðislega umræðu að beita þöggunaraðferð sem þessari.Tala og hlusta Öll umræða er af hinu góða, allar upplýsingar eru til gagns og það versta sem hægt er að gera í lýðræðissamfélagi er að reyna að þagga niður umræðu af ótta við að sú hlið málsins sem hugnast ekki valdhöfum og peningaöflum nái eyrum almennings. Meirihluti borgarstjórnar, ekki síst Viðreisn og Píratar, er sífellt að státa sig af því að virða lýðræði. Er það lýðræðislegt að hunsa óskir á þriðja hundrað rekstraraðila um samráð? Meirihlutinn í borgarstjórn státar sig af því að hafa notendasamráð í öllum verkferlum. Er það dæmi um notendasamráð að vinna ekki með notendum að svo víðtækri skipulagsbreytingu sem hér um ræðir? Hagsmunaaðilar hafa fullyrt að ýmist hafi ekkert samráð verið haft við þá eða mjög lítið í besta falli. Í könnunum sem valdhafar vísa í stendur ekki steinn yfir steini hvað varðar að „meirihluti borgarbúar“ sé himinlifandi yfir þessum breytingum. Áfram er gengið á lagið Nú hefur borgarmeirihlutinn ákveðið að ganga enn lengra án þess að spyrja kóng né prest. Nú er Rauðarárstígur, Snorrabraut og Hlemmur einnig undir. En miðborg Reykjavíkur er ekki eign borgarstjóra. Borgarfulltrúi Flokks fólksins krefst þess að haft verði samráð við fólkið sem reynt hefur að ná eyrum ráðandi afla í borginni. Haldi áfram sem horfi er hér verið að misbjóða fólki með grófum hætti. Ótti Flokks fólksins um að miðbærinn verði einungis fyrir túrista, auðjöfra og auðvitað æðstu valdhafa borgarinnar virðist vera að sanngerast. Þar sem þessir hópar munu aldrei ná einir og sér að halda uppi mannlífi í borginni stefnir hratt í að miðbær Reykjavíkur verði að draugabæ.Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun