Dróninn á Egilsstöðum þegar sannað gildi sitt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. maí 2019 22:00 Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Mannlaust loftfar, sem notað verður næstu mánuði til leitar, björgunar- og eftirlitsstarfa hér við land hefur þegar sannað gildi sitt að mati forstjóra Landhelgisgæslunnar og segir tæknina vera framtíðina í þessum efnum. Upphaf þess að dróni er hingað kominn til lands er samvinnuverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður hér á landi næstu mánuði og því fylgir mikill mannskapur bæði til þess að fljúga vélinni og vinna úr gögnum. Áætlað er að dróninn verði hér í þrjá mánuði og verður hann notaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.„Við erum búin að vera með þennan búnað frá 17. apríl og það hefur náðst að fara ein sjö flug og það sem af er þá lofar þetta mjög góðu,“ segir Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sem skoðaði loftfarið á Egilsstaðaflugvelli í dag.Hverju hefur hún skilað?„Hún hefur skilað mjög góðum myndum af umferð hér af norðaustur- og austurlandi, inni á Skjálfandaflóa og víðar. Þessar myndir eru mjög vel greinilegar og sjást í rauntíma í stjórnstöð okkar,“ segir Georg. Loftfarið er mannlaust, stýrt í gegnum gervihnött og kemst á hundrað og tuttugu kílómetra hraða og dægni er um átta hundruð kílómetrar.„Við hófum þetta ferli fyrir rúmu ári og óskuðum eftir að fá þessa þjónustu frá Siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins til þess að vera í betur stakk búin til þess að sinna okkar skyldum á þessu gríðar stóra hafsvæði sem að við berum ábyrgð á. Leitar- og björgunarsvæði uppá 1,9 milljón ferkílómetra og efnahagslögsögu upp á sjö hundruð og sextíu þúsund ferkílómetra. Það er alveg ljós að með vaxandi umferð að þá þurfum við að bæta í eftirlit og yfirsýn og það er það sem við erum að reyna að gera og það er það sem við væntum að þetta tæki muni geta hjálpað okkur með,“ segir Georg.Þá er loftfarið búin myndavélum, ratsjá og í honum er einnig sérstakur búnaður sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Loftfarið verður gert út frá Egilsstaðaflugvelli. „Það er nú fyrst og fremst vegna umferðar á Suðvesturhorninu og Egilsstaðir þóttu heppilegastir,“ segir Georg.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira