Réttarhöldunum í Marokkó frestað Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2019 15:05 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. Þeim var í kjölfarið frestað um tvær vikur, þangað til 16. maí næstkomandi, að beiðni verjenda svo þeir geti undirbúið málflutning sinn. Lík kvennanna, þeirra Louisu Vesterager Jespersen og Marenar Ueland, fundust í Atlasfjallgarðinum í desember þar sem þær höfðu verið saman á bakpokaferðalagi. Þær höfðu verið myrtar á hrottafenginn hátt en á meðal sönnunargagna í málinu er myndband sem sagt er sýna morðið á annarri konunni. Fjórtán hafa verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á umræddu myndbandi. Sakborningarnir mættu allir fyrir rétt í marokkósku borginni Salé í dag. Tveir þeirra höfnuðu því að fá úthlutað verjendum og kváðust ætla að ráða sína eigin. Sakborningarnir hafa m.a. verið ákærðir fyrir að stofna hryðjuverkahóp og þá eiga þrír þeirra yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að hafa framið morðin í nafni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Abdessamad Ejjoud, 25 ára götusali, er sakaður um að hafa leitt aðgerðir hópsins. Dómstóll í Marokkó dæmdi svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi um miðjan mánuðinn í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Áður hafði 25 ára Svisslendingur sömuleiðis verið handtekinn í tengslum við málið. Sá var grunaður um að hafa kennt liðsmönnum hryðjuverkahópsins, sem stóð fyrir árásinni á konunum, á vopn. Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Réttarhöld yfir 24 einstaklingum, sem grunaðir eru um aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember, hófust í dag. Þeim var í kjölfarið frestað um tvær vikur, þangað til 16. maí næstkomandi, að beiðni verjenda svo þeir geti undirbúið málflutning sinn. Lík kvennanna, þeirra Louisu Vesterager Jespersen og Marenar Ueland, fundust í Atlasfjallgarðinum í desember þar sem þær höfðu verið saman á bakpokaferðalagi. Þær höfðu verið myrtar á hrottafenginn hátt en á meðal sönnunargagna í málinu er myndband sem sagt er sýna morðið á annarri konunni. Fjórtán hafa verið ákærðir í Danmörku fyrir dreifingu á umræddu myndbandi. Sakborningarnir mættu allir fyrir rétt í marokkósku borginni Salé í dag. Tveir þeirra höfnuðu því að fá úthlutað verjendum og kváðust ætla að ráða sína eigin. Sakborningarnir hafa m.a. verið ákærðir fyrir að stofna hryðjuverkahóp og þá eiga þrír þeirra yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að hafa framið morðin í nafni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Abdessamad Ejjoud, 25 ára götusali, er sakaður um að hafa leitt aðgerðir hópsins. Dómstóll í Marokkó dæmdi svissnesk-breskan mann í tíu ára fangelsi um miðjan mánuðinn í tengslum við morðin á Ueland og Jesepersen. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka en var ekki dæmdur fyrir beina aðild að morðunum. Áður hafði 25 ára Svisslendingur sömuleiðis verið handtekinn í tengslum við málið. Sá var grunaður um að hafa kennt liðsmönnum hryðjuverkahópsins, sem stóð fyrir árásinni á konunum, á vopn.
Danmörk Marokkó Marokkó-morðin Noregur Tengdar fréttir Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15 Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Handteknir fyrir að fagna Marokkómorðunum Norska dagblaðið Verdens Gang, VG, hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum í dag. 3. janúar 2019 23:15
Fjórtán ákærðir í Danmörku fyrir að deila morðmyndbandinu Lögregla í Danmörku hefur ákveðið að ákæra fjórtán manneskjur fyrir að deila myndbandi, sem sýnir morðið á annarri konunni sem myrt var í Marokkó í desember. 7. mars 2019 12:12
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29