Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:00 Julian Assange áður en hann kom fyrir dóm í dag. vísir/epa Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. Braut hann gegn skilyrðunum með því að sækja um pólitískt hæli í sendiráði Ekvador í Lundúnum en hann sótti um hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var grunaður um kynferðisbrot. Þau mál hafa verið felld niður en Assange dvaldi áfram í sendiráðinu til þess að forðast framsal til Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Ekvador sviptu Assange hæli um miðjan apríl og var hann í kjölfarið handtekinn af breskum lögregluyfirvöldum í sendiráðinu. Bandaríkjamenn hafa farið fram á að Assange verði framseldur þar sem þeir saka hann um samráð við Chelsea Manning, en hún hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum, leynilegum bandarískum gagnagrunnum. „Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert“ Assange beið allt að 12 mánaða langur fangelsisdómur í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess að hann var látinn laus á sínum tíma en dómurinn í dag nær ekki alveg upp í þann refsiramma. Mark Summers, verjandi Assange, sagði að skjólstæðingur hans hefði brotið gegn skilyrðunum fyrir sjö árum vegna þess að hann hafði raunverulega ástæðu til að óttast það að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Þá óttaðist hann að hann yrði svo framseldur til Bandaríkjanna og færi þaðan í fangabúðirnar í Guantanamo Bay á Kúbu. Summers las jafnframt upp úr bréfi frá Assange þar sem hann baðst einlægrar afsökunar á því að hafa sótt um hæli í sendiráðinu. „Ég var í hræðilegum aðstæðum. Ég taldi mig vera að gera það besta og það eina sem ég gat gert í stöðunni,“ sagði í bréfi Assange. Eins og áður segir hafði rannsókn yfirvalda í Svíþjóð á hendur Assange vegna gruns um kynferðisbrot verið felld niður. Saksóknarar hafa hins vegar sagt að nú komi til greina að taka rannsóknina upp að nýju þar sem hinn grunaði hafi verið handtekinn. Þá fara Bandaríkin enn fram á það að hann verði framseldur þangað svo hægt verði að sækja hann til saka fyrir þá glæpi sem hann er grunaður um þar í landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27
Manning neitað um lausn gegn tryggingu Manning var í mars úrskurðuð í gæsluvarðhald og færð í fangelsi fyrir að neita að bera vitni fyrir ákærudómstól 23. apríl 2019 12:31
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent