Opnaðar verða göngugötur í miðborginni í dag og verða þær opnar til 1. október.
Líkt og síðustu ár verða göngugöturnar Laugavegur og Bankastræti frá Klapparstíg að Þingholtsstræti, Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar, Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis, Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti.
„Gangandi vegfarendur fá betri hljóðvist á öllu svæðinu, minni mengun og aðgengi fyrir alla er betrumbætt. Þá verður aðstaða til vörulosunar bætt,“ segir í tilkynningu borgarinnar.
1.144 bílastæði eru í húsum Bílastæðasjóðs í miðborginni og 800 stæði í bílakjöllurum Hafnartorgs og Hörpu.
Sumarlokanir í gildi í Reykjavík
Baldur Guðmundsson skrifar
