Zinedine Zidane segir Gareth Bale ekki passa inn í hans áætlanir með Real Madrid og ýtti þar með enn frekar undir sögusagnir að Walesverjinn sé á förum.
Bale sat á varamannabekknum á meðan Real Madrid tapaði 2-0 fyrir Real Betis á heimavelli í lokaumferðinni á Spáni í dag.
Hann hefur átt erfitt uppdráttar í liði Real síðan Zidane tók við í mars.
Zidane var spurður út í stöðu mála hjá Bale eftir leikinn.
„Ég veit ekki hvort þetta var síðasti leikur hans. Ég veit ekki hvað mun gerast,“ sagði Frakkinn.
„Mér þykir leitt að hann hafi ekki spilað, en enginn veit hvað mun gerast. Ef mér finnst leikmaður ekki passa inn í liðið þá verð ég að gera það sem ég held að sé best.“
„Ef ég hefði haft fjórar skiptingar í dag þá hefði ég ekki sett hann inn á. Ég þarf að gera það sem er best fyrir liðið á hverri stundu.“
Á sex árum hjá Real Madrid hefur Bale unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, Spánarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitil.
Zidane: Bale passar ekki inn í liðið
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti





Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Fleiri fréttir
