Lögreglustöðin á Akureyri sprungin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2019 13:45 Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“ Akureyri Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Pláss- og aðstöðuleysi hrjáir lögregluna á Akureyri sem vill fá fjármagn til þess að byggja við lögreglustöðina. Lögreglustöðin við Þórunnarstræti á Akureyri var byggð árið 1967 og þótti bæði stór og rúmgóð þegar hún var tekin í notkun. Síðan er liðin rúm hálf öld og nú er svo komið að hún rúmar varla lengur starfsemi lögreglunnar. „Það bara þrengir að öllu, það þrengir að fólkinu sem er að vinna. Okkur vantar líka bara rými, okkur vantar skjalageymslur, okkur vantar betri rannsóknarrými, okkur vantar betri móttöku og mötuneyti og kaffistofu þannig að í rauninni er allt komið til sinna ára,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.Plássleysið tekur á sig ýmsar myndir, sem dæmi um það má nefna skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið en þeir eru geymdir í fundarherbergi þangað til. Áhrifin á starfsmenn eru margvísleg.Ekki er til nein geymsla fyrir þessa skjalabunka sem eru á leið á Þjóðskjalasafnið.Vísir/Tryggvi Páll„Þú finnur fyrir því strax og þú ferð í búningsklefann þinn. Hann er auðvitað allt of lítill og skápurinn sem þú setur þinn búnað í hann bara passar ekki lengur fyrir búnaðinn. Í rauninni strax og þú kemur í vinnuna um morguninn þá finnur þú fyrir því,“ segir Halla Bergþóra.Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.Vísir/Tryggvi PállÁrið 2016 hófust viðræður við yfirvöld um fjármuni til viðbyggingar en lítið hefur þokast í þeim málum og sem stendur hefur fjármagni ekki verið ráðstafað til stækkunar. Hagsmunaaðilar á svæðinu reyna nú að þrýsta á að fjármunir fáist til þess að byggja við stöðina en nóg er plássið. „Við erum svo lánsöm að hér er stór og góð lóð þannig að það þyrfti í raun bara að byggja við, sem er kannski ekkert svo rosalega dýrt miðað við að byggja heila nýja stöð.“
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira