Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 11:45 Gjörningur Madonnu vakti athygli. Vísir/Getty Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður. Eurovision Ísrael Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður.
Eurovision Ísrael Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira