Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 08:32 Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins. AP/Carly Geraci Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. Þá sagði hann William Barr, dómsmálaráðherra, hafa vísvitandi afvegaleitt þjóðina varðandi niðurstöður Rússarannsóknarinnar. Í röð tísta sem Amash birti í gær segir hann að flokkapólitík hafi grafið undan skiptingu valds í Bandaríkjunum og þar að auki segir hann að fáir þingmenn hafi í raun lesið skýrslu Robert Mueller. Sem er 448 blaðsíður. Gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að hafa tekið afstöðu með Trump án þess að lesa skýrsluna. Þá segir hann að þrátt fyrir það hvernig dómsmálaráðherrann hefði reynt að teikna upp skýrslu Mueller, sýni hún fram á að hegðun Trump og aðgerðir hans mæti vel lágmarkskröfum ákærur fyrir embættisbrot.Here are my principal conclusions: 1. Attorney General Barr has deliberately misrepresented Mueller’s report. 2. President Trump has engaged in impeachable conduct. 3. Partisanship has eroded our system of checks and balances. 4. Few members of Congress have read the report. — Justin Amash (@justinamash) May 18, 2019Blaðamaður Politicio segir Amash reglulega deila við Trump og aðra Repúblikana þarna hafi hann þó tekið stöðu sem fjölmargir þingmenn Demókrataflokksins hafi verið hræddir við að taka. Síðustu daga virðist sem þeim Demókrötum hafi farið fækkandi og hefur þeim þingmönnum sem kalla eftir ákæru fjölgað.Leiðtogar flokksins hafa þó ekki verið tilbúnir til að taka það til nánari skoðunar. Þess í stað vilja þeir halda rannsóknum þingnefnda fulltrúadeildarinnar áfram. Þar snúast nokkrar rannsóknir að forsetanum. Amash segir að einungis eigi að ákæra fyrir embættisbrot í alvarlegustu tilvikum en aðstæður á þingi bjóði ekki upp á annað að svo stöddu. „Þegar hollusta við stjórnmálaflokk er eða einstaklings trompar hollustu við stjórnarskrána, hrynur réttarríkið, sem er grundvöllur lýðræðis,“ skrifar Amash.Our system of checks and balances relies on each branch’s jealously guarding its powers and upholding its duties under our Constitution. When loyalty to a political party or to an individual trumps loyalty to the Constitution, the Rule of Law—the foundation of liberty—crumbles. — Justin Amash (@justinamash) May 18, 2019 Í kjölfar tísta Amash var hann harðlega gagnrýndur af Ronna McDaniel, formanni landsnefndar Repúblikanaflokksins, fyrir að tala eins og Demókrati. Þá sagði hún að kjósendur í umdæmi Amash væru stuðningsmenn Trump. Hún notaði svipuð orð og Trump hefur gert svo oft um Rússarannsóknina og sagði pólitíska andstæðinga hans, sem vilji sigra hann í kosningunum á næsta ári, vera þá einu sem væru enn að velta rannsókn og skýrslu Mueller fyrir sér. Trump heldur því reglulega fram að skýrsla Mueller sýni fram á að hann hafi ekki verið í samstarfi með Rússum né að hann hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hvorugt er þó satt og Trump-liðar vinna nú hörðum höndum gegn því að Demókratar komi höndum yfir skýrsluna, án útstrikana, og gögn rannsóknarinnar. Mueller fann ekki sannanir fyrir samsæri á milli framboðs Trump og Rússa, eins og það er skilgreint fyrir dómstólum, en hann tíuandaði fjölmörg skipti þar sem Trump-liðar áttu í samskiptum við rússneska embættismenn og sagði að starfsmenn framboðs Trump hefðu vitað af afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og búist við því að hagnast af þeim. Þá segir í skýrslu Mueller að hann hafi ekki viljað segja til um hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar eða hvort ákæra ætti forsetann, vegna reglna Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Þessi í stað tíundaði Mueller tíu liði rannsóknar sinnar sem sneru að þeim möguleika. Þá sagði hann að ákvörðunin ætti að vera þingsins. William Barr, dómsmálaráðherra Trump, lýsti því þó sjálfur yfir að ekki væri tilefni til að ákæra Trump. Sannanir Mueller dygðu ekki til ákæru eða sakfellingar fyrir dómi. Barr hefur verið harðlega gagnrýndu fyrir atferli sitt í tengslum við skýrslu Mueller.Sjá einnig: Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginuRúmlega 900 fyrrverandi alríkissaksóknarar hafa þó skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir segja að ef Trump væri ekki forseti væri hægt að ákæra hann. „Hver okkar trúir því að framferði Trump forseta eins og því er lýst í skýrslu Mueller myndi, í tilfelli annarra persóna sem væru ekki varðar af reglum Dómsmálaráðuneytisins gegn því að ákæra sitjandi forseta, leiða til margra ákæra fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ skrifa saksóknararnir.Sjá einnig: Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forsetiAmash tekur undir það sjónarmið og segist sammála því að hver sem ekki væri forseti Bandaríkjanna hefði verið ákærður vegna skýrslu Mueller.In fact, Mueller’s report identifies multiple examples of conduct satisfying all the elements of obstruction of justice, and undoubtedly any person who is not the president of the United States would be indicted based on such evidence. — Justin Amash (@justinamash) May 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. 16. maí 2019 12:15 Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Trump sagður ósáttur vegna spennu við Íran Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera pirraður út í ráðgjafa sína og segir þá vera að reyna að draga sig í stríð við Íran. 16. maí 2019 08:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt. Þá sagði hann William Barr, dómsmálaráðherra, hafa vísvitandi afvegaleitt þjóðina varðandi niðurstöður Rússarannsóknarinnar. Í röð tísta sem Amash birti í gær segir hann að flokkapólitík hafi grafið undan skiptingu valds í Bandaríkjunum og þar að auki segir hann að fáir þingmenn hafi í raun lesið skýrslu Robert Mueller. Sem er 448 blaðsíður. Gagnrýndi hann þingmenn harðlega fyrir að hafa tekið afstöðu með Trump án þess að lesa skýrsluna. Þá segir hann að þrátt fyrir það hvernig dómsmálaráðherrann hefði reynt að teikna upp skýrslu Mueller, sýni hún fram á að hegðun Trump og aðgerðir hans mæti vel lágmarkskröfum ákærur fyrir embættisbrot.Here are my principal conclusions: 1. Attorney General Barr has deliberately misrepresented Mueller’s report. 2. President Trump has engaged in impeachable conduct. 3. Partisanship has eroded our system of checks and balances. 4. Few members of Congress have read the report. — Justin Amash (@justinamash) May 18, 2019Blaðamaður Politicio segir Amash reglulega deila við Trump og aðra Repúblikana þarna hafi hann þó tekið stöðu sem fjölmargir þingmenn Demókrataflokksins hafi verið hræddir við að taka. Síðustu daga virðist sem þeim Demókrötum hafi farið fækkandi og hefur þeim þingmönnum sem kalla eftir ákæru fjölgað.Leiðtogar flokksins hafa þó ekki verið tilbúnir til að taka það til nánari skoðunar. Þess í stað vilja þeir halda rannsóknum þingnefnda fulltrúadeildarinnar áfram. Þar snúast nokkrar rannsóknir að forsetanum. Amash segir að einungis eigi að ákæra fyrir embættisbrot í alvarlegustu tilvikum en aðstæður á þingi bjóði ekki upp á annað að svo stöddu. „Þegar hollusta við stjórnmálaflokk er eða einstaklings trompar hollustu við stjórnarskrána, hrynur réttarríkið, sem er grundvöllur lýðræðis,“ skrifar Amash.Our system of checks and balances relies on each branch’s jealously guarding its powers and upholding its duties under our Constitution. When loyalty to a political party or to an individual trumps loyalty to the Constitution, the Rule of Law—the foundation of liberty—crumbles. — Justin Amash (@justinamash) May 18, 2019 Í kjölfar tísta Amash var hann harðlega gagnrýndur af Ronna McDaniel, formanni landsnefndar Repúblikanaflokksins, fyrir að tala eins og Demókrati. Þá sagði hún að kjósendur í umdæmi Amash væru stuðningsmenn Trump. Hún notaði svipuð orð og Trump hefur gert svo oft um Rússarannsóknina og sagði pólitíska andstæðinga hans, sem vilji sigra hann í kosningunum á næsta ári, vera þá einu sem væru enn að velta rannsókn og skýrslu Mueller fyrir sér. Trump heldur því reglulega fram að skýrsla Mueller sýni fram á að hann hafi ekki verið í samstarfi með Rússum né að hann hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hvorugt er þó satt og Trump-liðar vinna nú hörðum höndum gegn því að Demókratar komi höndum yfir skýrsluna, án útstrikana, og gögn rannsóknarinnar. Mueller fann ekki sannanir fyrir samsæri á milli framboðs Trump og Rússa, eins og það er skilgreint fyrir dómstólum, en hann tíuandaði fjölmörg skipti þar sem Trump-liðar áttu í samskiptum við rússneska embættismenn og sagði að starfsmenn framboðs Trump hefðu vitað af afskiptum Rússa af kosningunum 2016 og búist við því að hagnast af þeim. Þá segir í skýrslu Mueller að hann hafi ekki viljað segja til um hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar eða hvort ákæra ætti forsetann, vegna reglna Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna um að ekki sé hægt að ákæra sitjandi forseta. Þessi í stað tíundaði Mueller tíu liði rannsóknar sinnar sem sneru að þeim möguleika. Þá sagði hann að ákvörðunin ætti að vera þingsins. William Barr, dómsmálaráðherra Trump, lýsti því þó sjálfur yfir að ekki væri tilefni til að ákæra Trump. Sannanir Mueller dygðu ekki til ákæru eða sakfellingar fyrir dómi. Barr hefur verið harðlega gagnrýndu fyrir atferli sitt í tengslum við skýrslu Mueller.Sjá einnig: Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginuRúmlega 900 fyrrverandi alríkissaksóknarar hafa þó skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir segja að ef Trump væri ekki forseti væri hægt að ákæra hann. „Hver okkar trúir því að framferði Trump forseta eins og því er lýst í skýrslu Mueller myndi, í tilfelli annarra persóna sem væru ekki varðar af reglum Dómsmálaráðuneytisins gegn því að ákæra sitjandi forseta, leiða til margra ákæra fyrir að hindra framgang réttvísinnar,“ skrifa saksóknararnir.Sjá einnig: Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forsetiAmash tekur undir það sjónarmið og segist sammála því að hver sem ekki væri forseti Bandaríkjanna hefði verið ákærður vegna skýrslu Mueller.In fact, Mueller’s report identifies multiple examples of conduct satisfying all the elements of obstruction of justice, and undoubtedly any person who is not the president of the United States would be indicted based on such evidence. — Justin Amash (@justinamash) May 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. 16. maí 2019 12:15 Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00 Trump sagður ósáttur vegna spennu við Íran Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera pirraður út í ráðgjafa sína og segir þá vera að reyna að draga sig í stríð við Íran. 16. maí 2019 08:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Trump veitir vini sínum og skjallara uppreist æru Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, veitti í gær auðjöfrinum Conrad M. Black, sem er vinur forsetans og fyrrverandi viðskiptafélagi sem fór fögrum orðum í Trump í bók sem hann gaf út í fyrra, uppreist æru. 16. maí 2019 12:15
Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur. 17. maí 2019 11:00
Trump sagður ósáttur vegna spennu við Íran Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vera pirraður út í ráðgjafa sína og segir þá vera að reyna að draga sig í stríð við Íran. 16. maí 2019 08:40