Mótmæla þriðja orkupakkanum á Austurvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 16:15 Ólafur Vigfús Ólafsson. Vísir/Baldur Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur
Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00
Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42