Ísraelskur stuðningsmaður dáist að hugrekki Hatara Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 13:00 Linoy með íselnskan fána sem hún fékk hjá fjölskyldum Hatara sem sátu í grennd við hana í Expo Tel Aviv höllinni á fyrra undanúrslitakvöldinu. Vísir/Kolbeinn Tumi Hin ísraelska Linoy er mikill stuðningsmaður Hatara og raunar Íslands í Eurovision. Hún er búsett í Tel Aviv og segir mikilvægt að skerða ekki tjáningarfrelsi. Mikilvægt sé að Hatari geti sagt sína skoðun á málefnum Ísraels og Palestínu og hiki hvergi þótt sveitin sé stödd hér í landi. Blaðamaður hitti á Linoy fyrir utan Expo Tel Aviv höllina að loknu fyrra undanúrslitakvöldinu á þriðjudaginn. Hún var beðin um að útskýra af hverju hún væri stuðningsmaður Hatara. „Í fyrsta lagi kann ég að meta tónlistina. Hún er geggjuð, öðruvísi og fersk. Ég kann að meta þungarokk og fyrir mér er atriðið mjög sérstakt,“ segir Linoy. „Í öðru lagi, það sem fangar athygli mína frá hinum lögunum, er að þeir eru ekki afsakandi. Þeir eru með skilaboð sem hljóma ekki vel í eyru Ísraela en þeir standa á bak við þau engu að síður. Segja hug sinn og biðjast ekki afsökunar. Þess vegna styð ég þá.“ Hún svarar játandi aðspurð hvort henni finnist þeir sína kjark og þor. „Þeir eru hugrakkir og þetta snýst um tjáningarfrelsi. Það er það fallega við Evrópu og lýðræðisríki. Stundum þarftu að segja skoðun þína en ekki halda aftur af þér af því þú ert staddur í Ísrael. Ég kann að meta það.“ Allt konseptið sé magnað og hún dáist að framlagi Íslands til tónlistar í heiminum. „Ísland er fámennt land, með mun færri íbúa en Ísrael, en alls konar öðruvísi tónlist. Ég elska til dæmis Björk. Það er eitthvað sem við höfum ekki í Ísrael, Bretland eða annars staðar. Í hvert skipti sem ég sé Ísland í Eurovision þá veit ég að atriðið er eitthvað stórkostlegt.“ Eurovision Ísrael Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira
Hin ísraelska Linoy er mikill stuðningsmaður Hatara og raunar Íslands í Eurovision. Hún er búsett í Tel Aviv og segir mikilvægt að skerða ekki tjáningarfrelsi. Mikilvægt sé að Hatari geti sagt sína skoðun á málefnum Ísraels og Palestínu og hiki hvergi þótt sveitin sé stödd hér í landi. Blaðamaður hitti á Linoy fyrir utan Expo Tel Aviv höllina að loknu fyrra undanúrslitakvöldinu á þriðjudaginn. Hún var beðin um að útskýra af hverju hún væri stuðningsmaður Hatara. „Í fyrsta lagi kann ég að meta tónlistina. Hún er geggjuð, öðruvísi og fersk. Ég kann að meta þungarokk og fyrir mér er atriðið mjög sérstakt,“ segir Linoy. „Í öðru lagi, það sem fangar athygli mína frá hinum lögunum, er að þeir eru ekki afsakandi. Þeir eru með skilaboð sem hljóma ekki vel í eyru Ísraela en þeir standa á bak við þau engu að síður. Segja hug sinn og biðjast ekki afsökunar. Þess vegna styð ég þá.“ Hún svarar játandi aðspurð hvort henni finnist þeir sína kjark og þor. „Þeir eru hugrakkir og þetta snýst um tjáningarfrelsi. Það er það fallega við Evrópu og lýðræðisríki. Stundum þarftu að segja skoðun þína en ekki halda aftur af þér af því þú ert staddur í Ísrael. Ég kann að meta það.“ Allt konseptið sé magnað og hún dáist að framlagi Íslands til tónlistar í heiminum. „Ísland er fámennt land, með mun færri íbúa en Ísrael, en alls konar öðruvísi tónlist. Ég elska til dæmis Björk. Það er eitthvað sem við höfum ekki í Ísrael, Bretland eða annars staðar. Í hvert skipti sem ég sé Ísland í Eurovision þá veit ég að atriðið er eitthvað stórkostlegt.“
Eurovision Ísrael Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Fleiri fréttir Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Sjá meira