Manchester City mun ekki gera kauptilboð í Antoine Griezmann því hann er of dýr sagði léttur Pep Guardiola.
Guardiola var að ræða við blaðamenn fyrir bikarúrslitaleik Manchester City og Watford í dag.
Hann var spurður út í Griezmann, en franski heimsmeistarinn tilkynnti það á dögunum að hann væri á förum frá Atletico Madrid. Barcelona hefur verið líklegasti áfangastaður Griezmann en City er sagt hafa áhuga.
„Við fólkið í Barcelona segi ég: Ekki hafa áhyggjur, Manchester City mun ekki kaupa Antoine Griezmann, við eigum ekki efni á honum,“ sagði Guardiola léttur í lund.
Hann bætti svo við að City hefði ekki áhuga á Griezmann.
