Baldur kallaður „gyðingahatari“ á götum Tel Avív Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2019 19:14 Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson eru nú staddir í Tel Avív en Felix er fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins. Una Sighvatsdóttir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv. Eurovision Ísrael Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segist hafa verið kallaður „gyðingahatari“ af manni, sem hafði komist að því að Baldur væri Íslendingur, á götum Tel Aviv í Ísrael þar sem Eurovision fer nú fram. Baldur segir frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann ræðir þátttöku Íslands í keppninni, pólitíkina og boðskap keppninnar. Hann segir að Ísraelar hafi almennt tekið mjög vel á móti Íslendingunum í borginni. Baldur segir í færslu sinni að hann hafi ekki verið fyrsti Íslendingurinn í Tel Avív sem hafi lent í því að vera kallaður „gyðingahatari“. Þannig varð blaðamaður Vísis vitni að því eftir undanúrslitakvöldið á þriðjudaginn, þegar foreldrar liðsmanna Hatara fögnuðu góðum árangri fyrir utan keppnishöllina, að ungur Ísraeli kallaði í áttina að þeim ljótum orðum. Blaðamaður ræddi stuttlega við hann og eftir að reiðin rann af honum útskýrði hann að hann hefði ekkert á móti Íslandi. Framkoma Hatara væri hins vegar móðgandi gagnvart Ísrael.Ungur Ísraeli kallaði ljótum orðum í áttina að foreldrum liðsmanna Hatara fyrir utan keppnishöllina eftir að ljóst var að Hatari kæmist í úrslit.Vísir/Kolbeinn TumiRæði af yfirvegun um þátttökuna Baldur segir í færslu sinni að langflestir Íslendingar ræði af yfirvegun um þátttöku Íslands í keppninni og hvetji Eurovision-hópinn til dáða á faglegum forsendum. „Það er þó ekki laust við að einstaka aðili ráði ekki við sig í því pólitíska andrúmslofti sem keppninni fylgir í ár. Síðastliðinn sólarhring hefur verið ýjað að því á fésbókarsíðunni minni að við sem séum fylgjandi þátttöku í keppninni styðjum dráp ísraelskra stjórnvalda á palestínskum börnum! Nú síðast þegar gangandi vegfarandi hér í Tel Aviv komst að því að ég væri Íslendingur var kallað á eftir mér að ég væri gyðingahatari! Aðrir vegfarendur litu á mig furðu losnir og vissu ekki hvaðan á þeim stóð veðrið! Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða um yfirlýsingar íslensku listamannanna um stjórnmálaástandið hér. Ég er ekki fyrsti Íslendingurinn sem lendi í þessu í vikunni,“ segir Baldur.Friður, samvinna og fjölbreytileiki Hann heldur áfram og bendir á að Eurovision boði frið, samvinnu og fjölbreytileika. Íslendingar hafi ákveðið að halda áfram að veðja á vettvang samvinnu frekar en átaka þetta árið. „Í stað þess að sniðganga keppnina sameinuðust flestir landsmenn um að velja grípandi lag með hápólitískan boðskap. Það var snjall leikur. Textinn og sviðsetningin er hárbeitt ádeila á harðstjóra, lýðskrum og mannréttindabrot. Þetta er gert án þess að vísað sé til tiltekins lands, þjóðar eða atburðar. Þannig brýtur listaverkið ekki reglur keppninnar og fellur í raun vel inn í pólitíkina sem Eurovision boðar. Listaverkið þarf engra skýringa við,“ segir Baldur.Lesa má færsluna í heild sinni hér. Blaðamenn Vísis í Tel Aviv tóku púlsinn á Ísraelum í Euro Village í dag. Þeir sögðust yfir sig hrifnir af Íslandi og ekki að merkja að Hatari hafi reitt hinn almenna Ísraela til reiði, a.m.k. í Tel Aviv.
Eurovision Ísrael Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira