Slasaðist alvarlega við dimmiteringu á Akureyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:30 Enn á eftir að taka skýrslu af ökumanni bílsins. Vísir/Vilhelm Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nítján ára stúlka slasaðist alvarlega í andliti við dimmiteringu nemenda Menntaskólans á Akureyri í gær. Stúlkan var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og fengu vitni að slysinu aðhlynningu hjá áfallateymi Rauða krossins.RÚV greindi fyrst frá málinu nú um hádegisbil í dag en Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra staðfestir við fréttastofu að stúlkan hafi slasast alvarlega í gær. Hún klemmdist þegar vökvaknúinni loku á malarflutningavagni, sem notaðir hafa verið til að ferja útskriftarnemendur við dimmiteringu, var lokað. „Ökumaðurinn virðist hafa talið að allir væru komnir um borð og lokaði hleranum. En hún var á leiðinni um borð og klemmdist á milli,“ segir Jóhannes. Hann segir stúlkuna hafa slasast töluvert í andliti en hún var send til Reykjavíkur með sjúkraflugi til meðferðar. Lögregla hefur ekki haft fregnir af líðan hennar en Jóhannes telur áverkana þó ekki lífshættulega. Þá hafi lögregla ekki gefið leyfi fyrir fólksflutningum með malarflutningavögnum á borð við þann sem hér eigi í hlut. Muni lögregla taka fyrir þessa flutninga hér eftir í ljósi slyssins, enda megi lögregla ekki veita slíka heimild þar sem bílarnir eru ekki ætlaðir fólksflutningum. Aðspurður man Jóhannes þó ekki til þess að sambærileg atvik hafi áður komið upp í tengslum við dimmiteringar á Akureyri en segir að lítið megi út af bregða. Áfallateymi Rauða krossins var kallað út vegna slyssins og gerir Jóhannes ráð fyrir að samnemendur stúlkunnar sem urðu vitni að slysinu hafi verið slegnir. Lögregla rannsakar nú málið en enn á eftir að taka skýrslu af ökumanninum. Þá verður rætt við vitni og kannað hvort um hafi verið að ræða bilun á vélbúnaði eða mannleg mistök.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Fann hönnunarstól sem talinn var glataður Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira