Segir kæru vegna gistiskýlis koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. maí 2019 12:02 Neyðarskýlið verður við Grandagarð 1a. Vísir/Egill Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir kæru vegna nýs gistiskýlis fyrir heimilislausa koma í verulega opna skjöldu. Til standi að taka skýlið í notkun fljótlega og vonar hún að kæran komi ekki til með að tefja framkvæmdir. Fréttablaðið greinir frá því í dag að nokkrir eigendur fasteigna á Granda freisti þess nú að koma í veg fyrir starfrækslu gistiskýlis fyrir unga heimilislausa karlmenn sem glíma við vímuefnavanda, sem borgin hyggst opna við Grandagarð. Umræddir fasteignaeigendur hafi kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála og krafist ógildingar á leyfisveitingu til innréttingar gistiskýlisins með með vísan til þess að starfsemin samræmist hvorki skipulagsáætlun né lóðarleigusamningi.Sjá einnig: Kæra áform um gistiskýli Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segist fyrst hafa heyrt af kærunni í fjölmiðlum. „Það er auðvitað réttur fólks að kæra ef það vill en það kemur mér frekar á óvart að þetta komi fram þar sem ég held að þetta falli bara mjög vel að umhverfinu þarna,“ segir Heiða Björg. „Ég er ekki alveg inni í því hversu mikið var rætt við eigendur fasteigna þarna í kring, þetta fellur að skipulaginu, þetta er þjónusta, þetta er skilgreint þjónustusvæði,“ segir Heiða, spurð hvort samráð hafi verið haft við fasteignaeigendur á svæðinu áður en lagt var af stað með verkefnið. „Þarna á að veita þjónustu við fólk sem notar vímuefni, slíkri þjónustu verður komið fyrir víðar í borgarsamfélaginu. Þetta er auðvitað bara þjónusta við fólk sem er í borgarsamfélaginu nú þegar.“ Öll tilskilin leyfi hafi legið fyrir en Heiða Björg vonar að hægt verði að taka skýlið í notkun á næstunni. „Það er reyndar búið að fresta þessu nokkrum sinnum þannig að ég bara bíð spennt eftir að við getum opnað þarna og farið að veita þessum mikilvæga hópi okkar betri þjónustu.“ Hún kveðst ekki geta sagt til um það hvort kæran verði til þess að framkvæmdir tefjist enn frekar. „Ég hef bara beðið lögfræðing um að rýna það, ég hef bara ekki upplýsingar um það að á þessari stundu hvort það hafi einhver áhrif,“ segir Heiða Björg.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira