Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að hann hallist að því að koma fram með nýja fjármálaáætlun. Fram kom í svari Bjarna við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær að forsendur hefðu breyst verulega frá síðustu fjármálaáætlun.
„Það stefnir í að það verði þannig á þessu ári að sá mikli afgangur sem við afgreiddum hér á fjárlögum yfirstandandi árs verði einhver allt annar og miklu minni. Það mun verulega draga úr afkomu ríkisins á þessu ári miðað við hvaða breytingar hafa orðið í hagkerfinu,“ sagði Bjarni.
Ný hagspá sýni mestu breytingu á hagvexti til hins verra á milli spágerða í áratugi að hruninu undanskildu. „Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er sú hvort mér beri ekki hreinlega, og ég hallast að því, að koma með nýja fjármálastefnu sem markar þá sporin fyrir framtíðina.“
Hallast að nýrri fjármálaáætlun
Ari Brynjólfsson skrifar

Mest lesið



Aron Can heill á húfi
Innlent

Hneig niður vegna flogakasts
Innlent




Lögreglan leitar tveggja manna
Innlent

