Lazio varð í kvöld ítalskur bikarmeistari eftir sigur á Atalanta í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Róm.
Eftir fjögurra ára sigurgöngu Juventus var gamla konan hvergi sjáanleg í úrslitaleiknum og því ljóst að nýtt lið tæki við titlinum.
Leikurinn í kvöld var í járnum þar til langt var liðið á leiktímann, ísinn var loks brotinn á 82. mínútu þegar Sergej Milinkovic-Savic skoraði fyrir Lazio.
Í uppbótartíma tryggði Joaquin Correa svo sigur Lazio sem vann leikinn 2-0.
Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2013 sem Lazio fagnar bikarmeistaratitli.
Lazio bikarmeistari á Ítalíu
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

