Myndbandið kom inn á samfélagsmiðla Börsunga í dag en þar má sjá Lionel Messi æfa með litla og netta myndavél á höfðinu.
Í myndbandinu má sjá Messi í kringum aðra leikmenn Barcelona eins og Luis Suarez en þar má einnig sjá Argentínumanninn, skjóta á markið, fara í reit og taka spretti. Það má einnig sjá hann heilsa upp á stuðningsmenn sem mættu á æfinguna.
Myndbandið er hér fyrir neðan.
Lionel Messi hefur skorað 600 mörk fyrir Barcelona í öllum keppnum og það bara í 685 leikjum. Hann er með 48 mörk í 48 leikjum á þessari leiktíð.
Barcelona datt úr Meistaradeildinni á móti Liverpool en er þegar búið að tryggja sér spænska meistaratitilinn og getur enn orðið spænskur bikarmeistari.
Lionel Messi var á dögunum að verða spænskur meistari í tíunda sinn með Barcelona en hann hefur orðið meistari á Spáni 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2015, 2018 og 2019.