Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 10:16 Jeremy Kyle var stjórnandi þáttarins. Mynd/ITV Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur.Í yfirlýsingu frá Carolyn McCall, forstjóra ITV, segir að ákveðið hafi verið að hætta við frekari framleiðslu á þáttunum í ljósi „alvarleika málsins.“ Áður hafði verið tilkynnt um að framleiðslu þáttanna yrði hætt tímabundið á meðan rannsókn á andláti hins 63 ára gamla Steve Dymond færi fram. Dymond var gestur í þættinum og hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að hann hafi fallið á lygaprófi sem hann gekkst undir til þess að sannfæra unnustu hans um að hann hefði ekki haldið framhjá henni. Sleit unnustan sambandinu í kjölfarið. Um viku síðar fannst Dymond látinn á heimili sínu. „The Jeremy Kyle Show hefur notið hollustu aðdáenda og hefur verið framleiddur af frábæru framleiðsluteymi í fjórtán ár en nú er rétt tíminn til þess að segja skilið við þáttinn,“ segir í yfirlýsingu McCall. Þá hyggst ITV einnig rannsaka hvernig staðið var að framleiðslu þáttanna. Í þáttunum tók stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snerist svo um það að Kyle reyndi að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Þátturinn var á meðal vinsælustu þátta ITV en var reglulega gagnrýndur fyrir ónærgætna meðhöndlun á gestum þáttarins. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ITV er Dwayne Davison, sem kom fram í þættinum árið 2014. Steig hann fram í viðtali við The Guardian í dag og sagði hann þáttinn hafa eyðilagt líf sitt. Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur.Í yfirlýsingu frá Carolyn McCall, forstjóra ITV, segir að ákveðið hafi verið að hætta við frekari framleiðslu á þáttunum í ljósi „alvarleika málsins.“ Áður hafði verið tilkynnt um að framleiðslu þáttanna yrði hætt tímabundið á meðan rannsókn á andláti hins 63 ára gamla Steve Dymond færi fram. Dymond var gestur í þættinum og hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að hann hafi fallið á lygaprófi sem hann gekkst undir til þess að sannfæra unnustu hans um að hann hefði ekki haldið framhjá henni. Sleit unnustan sambandinu í kjölfarið. Um viku síðar fannst Dymond látinn á heimili sínu. „The Jeremy Kyle Show hefur notið hollustu aðdáenda og hefur verið framleiddur af frábæru framleiðsluteymi í fjórtán ár en nú er rétt tíminn til þess að segja skilið við þáttinn,“ segir í yfirlýsingu McCall. Þá hyggst ITV einnig rannsaka hvernig staðið var að framleiðslu þáttanna. Í þáttunum tók stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snerist svo um það að Kyle reyndi að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Þátturinn var á meðal vinsælustu þátta ITV en var reglulega gagnrýndur fyrir ónærgætna meðhöndlun á gestum þáttarins. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ITV er Dwayne Davison, sem kom fram í þættinum árið 2014. Steig hann fram í viðtali við The Guardian í dag og sagði hann þáttinn hafa eyðilagt líf sitt.
Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35
Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22