Tugir milljóna úr skúffum ráðherra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. maí 2019 06:45 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu á síðasta ári. Fréttablaðið/Ernir Uppfært klukkan 11:07: Rangar upplýsingar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu birtust í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað var um ráðstöfun ráðherra ríkisstjórnarinnar á skúffufé sínu í fyrra. Fyrir vikið birtust upplýsingar um verkefnastyrki ráðuneytisins, ekki ráðstöfun skúffufjár sem er umtalsvert lægri. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá upplýsingafulltrúum allra ráðuneyta um hvernig ráðherrar ráðstöfuðu sínu skúffufé á síðasta ári og það sem af er ári. Vegna mistaka í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu virtist sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði úthlutað mest allra eða 11,5 milljónum króna í fyrra og öðru eins það sem af er ári. Hið rétta er að Þórdís Kolbrún veitti aðeins einn styrk af ráðstöfunarfé sínu á síðasta ári. 300 þúsund króna styrk til hvatningarverðlauna jafnréttismála. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði ekki 3,4 milljónum í fyrra eins og fram kom í fyrra svari ráðuneytisins. Hið rétta er að Kristján Þór veitti tvo styrki, samtal að upphæð 350 þúsund króna. 250 þúsund krónum til Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og 100 þúsund krónum til Landssambands æskulýðsfélaga. Hvorugur ráðherra hefur veitt af ráðstöfunarfé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráðherra sem minnst nýta skúffufé sitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar útdeildu alls 35,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar hinum ýmsu verkefnum og málefnum í fyrra. Enginn veitti meira af skúffufé sínu en ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýttu ekkert af ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun hvers ráðherra á skúffufé hans í fyrra og það sem af er þessu ári. Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöfunarfé ráðherra í hverju ráðuneyti eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur í gegnum tíðina margoft verið gagnrýnt, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum.Í hverjum fjárlögum er ákveðin upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöfunarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Hverjum sem er er heimilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Mest á milli handanna höfðu ráðherrar atvinnuvega og nýsköpunar, þess viðamikla ráðuneytis. Samkvæmt svari ráðuneytisins höfðu Kristján Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og það sem af er ári og hefur því útdeilt 23 milljónum á þessu rúma ári. Kristján Þór hefur á sama tímabili veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4 milljónir í fyrra. Starfshópar voru skipaðir til að fara yfir styrkumsóknir í þessu tiltekna ráðuneyti. Sem fyrr segir nýttu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér heimild sína til að útdeila styrkjum til verkefna nema Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur því ekki veitt neina styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að tveir ráðherrar sætu hjá voru úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016 þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir úr skúffum sínum. Nánari útlistun á hverjum einasta skúffufjárstyrk í fyrra má finna í töflu með þessari frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Uppfært klukkan 11:07: Rangar upplýsingar frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu birtust í Fréttablaðinu í dag þar sem fjallað var um ráðstöfun ráðherra ríkisstjórnarinnar á skúffufé sínu í fyrra. Fyrir vikið birtust upplýsingar um verkefnastyrki ráðuneytisins, ekki ráðstöfun skúffufjár sem er umtalsvert lægri. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðuðum upplýsingum frá upplýsingafulltrúum allra ráðuneyta um hvernig ráðherrar ráðstöfuðu sínu skúffufé á síðasta ári og það sem af er ári. Vegna mistaka í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu virtist sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefði úthlutað mest allra eða 11,5 milljónum króna í fyrra og öðru eins það sem af er ári. Hið rétta er að Þórdís Kolbrún veitti aðeins einn styrk af ráðstöfunarfé sínu á síðasta ári. 300 þúsund króna styrk til hvatningarverðlauna jafnréttismála. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úthlutaði ekki 3,4 milljónum í fyrra eins og fram kom í fyrra svari ráðuneytisins. Hið rétta er að Kristján Þór veitti tvo styrki, samtal að upphæð 350 þúsund króna. 250 þúsund krónum til Meistarafélags kjötiðnaðarmanna og 100 þúsund krónum til Landssambands æskulýðsfélaga. Hvorugur ráðherra hefur veitt af ráðstöfunarfé sínu það sem af er þessu ári. Eru þeir því í hópi þeirra ráðherra sem minnst nýta skúffufé sitt. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar útdeildu alls 35,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til styrktar hinum ýmsu verkefnum og málefnum í fyrra. Enginn veitti meira af skúffufé sínu en ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nýttu ekkert af ráðstöfunarfé sínu. Þetta kemur fram í svörum allra ráðuneyta við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var eftir sundurliðuðu yfirliti yfir ráðstöfun hvers ráðherra á skúffufé hans í fyrra og það sem af er þessu ári. Þótt til séu verklagsreglur um ráðstöfunarfé ráðherra í hverju ráðuneyti eru engar samræmdar reglur til um þessar úthlutanir. Skúffufé ráðherra hefur í gegnum tíðina margoft verið gagnrýnt, meðal annars fyrir ógagnsæi og að með því geti ráðherrar dælt út ríkisfé að eigin geðþótta eftir hugðarefnum.Í hverjum fjárlögum er ákveðin upphæð eyrnamerkt liðnum ráðstöfunarfé ráðherra en einnig hefur verið heimilt að flytja afgang frá árinu áður til þess næsta. Hverjum sem er er heimilt að senda inn umsókn um styrk til ráðherra. Mest á milli handanna höfðu ráðherrar atvinnuvega og nýsköpunar, þess viðamikla ráðuneytis. Samkvæmt svari ráðuneytisins höfðu Kristján Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, 11,5 milljónir hvort. Þórdís Kolbrún fullnýtti skúffufé sitt í fyrra sem og það sem af er ári og hefur því útdeilt 23 milljónum á þessu rúma ári. Kristján Þór hefur á sama tímabili veitt 5,9 milljónir í styrki, þar af 3,4 milljónir í fyrra. Starfshópar voru skipaðir til að fara yfir styrkumsóknir í þessu tiltekna ráðuneyti. Sem fyrr segir nýttu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar sér heimild sína til að útdeila styrkjum til verkefna nema Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Guðlaugur Þór ákvað á fyrstu dögum sínum í embætti utanríkisráðherra að hann myndi ekki ganga á ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. Guðlaugur Þór hefur því ekki veitt neina styrki frá ársbyrjun 2017. Þrátt fyrir að tveir ráðherrar sætu hjá voru úthlutanir hærri í fyrra en árið 2016 þegar ráðherrar veittu 31,5 milljónir úr skúffum sínum. Nánari útlistun á hverjum einasta skúffufjárstyrk í fyrra má finna í töflu með þessari frétt á vef okkar, Fréttablaðið.is.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira