Snýst um markvörslu og hvort liðið fær óvænt framlag Hjörvar Ólafsson skrifar 14. maí 2019 12:30 Úr leik hjá Haukum og Selfossi. vísir/vilhelm Einvígi Hauka og Selfoss um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla hefst í Schenker-höllinni að Ásvöllum í kvöld. Þar mæta Haukar sem ríkjandi deildarmeistarar og freista þess að bæta sínum 12. meistaratitli í safnið en liðið varð síðast meistari árið 2016. Selfoss er hins vegar að freista þess að brjóta blað í sögu félagsins með því að verða Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögunni. Selfoss hefur einu sinni komist í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en það var árið 1992. Þá laut liðið í lægra haldi fyrir FH og síðan þá hefur liðið aldrei barist um þann stóra aftur. Selfoss náði sínum besta árangri í sögunni með því að hafna í öðru sæti deildarkeppninnar en Haukar og Selfoss urðu jöfn að stigum með 34 stigum á toppi deildarinnar en Hafnarfjarðarliðið varð deildarmeistari þar sem liðið hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Fréttablaðið fékk Óskar Bjarna Óskarsson, yfirþjálfara Vals og aðstoðarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, til þess að spá í spilin fyrir komandi viðureign liðanna. Hann kveðst eiga von á hörkueinvígi og voni sem almennur handboltaáhugamaður að rimman fari alla leið í oddaleik og úrslitin ráðist þar. „Ég held að það sé bara gott fyrir Hauka að liðið spili strax í dag eftir að hafa leikið fimm erfiða leiki við Eyjamenn í undanúrslitum. Þeir halda þannig takti í sínum leik og þeir sýndu besta varnarleikinn í oddaleiknum gegn ÍBV á laugardagskvöldið. Þeir þurfa að taka þann varnarleik með sér inn í seríuna við Selfoss og ég hef minni áhyggjur af því að Haukar nái ekki upp sterkri vörn,“ segir Óskar Bjarni um það hvernig hann sér einvígið byrja. „Það sem verður erfiðara fyrir Hauka er að ná að drilla þann sóknarleik sem þeir vilja spila á svona skömmum tíma. Það er pottþétt búið að leikgreina Selfoss vel og þeir vita alveg hvað Selfoss getur boðið upp á. Selfyssingar geta hins vegar bæði bryddað upp á 6-0 vörn sem fer í út 3-3 vörn á köflum. Patrekur [Jóhannesson] hefur beitt ýmsum varnarafbrigðum og það er erfitt að lesa hvað hann gerir í hverjum leik fyrir sig. Annars snýst þetta að miklu leyti um það hvort liðið fær betri markvörslu. Selfoss fékk fína markvörslu gegn Val í undanúrslitaleikjum liðanna og það gerði gæfumuninn í þeirri viðureign. Selfyssingar geta því gert sér meiri vonir en þeir gátu gert fyrr í vetur um að markverðir þeirra hrökkvi í gang,“ segir hann enn fremur um það hvað muni skilja liðin að í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Haukar eru hins vegar með bestu og stabílustu markvörsluna og alla jafna ættu þeir að fá meiri vörslu frá markvörðunum sínum. Þetta snýst að sjálfsögðu einnig um hvort liðið nær upp betri vörn og þar tel ég vera jafnt á komið með liðunum. Svo þurfa bæði lið að fá framlag frá þeim sem hefja leikina á varamannabekkjunum eða úr óvæntri átt,“ segir hann jafnframt um lykilatriði þess að annað hvort liðið fari með sigur af hólmi. „Við erum með þekktar stærðir í þessu einvígi eins og Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson Selfossmegin og Adam Hauk Baumruk og Daníel Þór Ingason Haukamegin. Svo erum við með reynsluboltana Hergeir Grímsson og Árna Stein Steinþórsson hjá Selfossi og Tjörva Þorgeirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá Haukum. Það mun svo líka skipta máli hvernig liðunum tekst að koma mönnum á borð við Nökkva Dan Elliðason [Selfossi] og Atla Má Báruson [Haukum] inn í leikinn,“ segir hann um leikmenn liðanna. „Ég vona að þetta fari í oddaleik eins og áður segir og spái því að Selfoss fari með sigur af hólmi í Schenker-höllinni á föstudagskvöld. Það er einhver rómantík að þessir sveitapiltar vinni fyrsta titilinn í sögunni áður en þjálfari liðsins og lykilleikmaður hverfur af braut,“ svarar þessi reynslumikli þjálfari spurður um hvernig hann telji að einvígið fari. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Einvígi Hauka og Selfoss um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla hefst í Schenker-höllinni að Ásvöllum í kvöld. Þar mæta Haukar sem ríkjandi deildarmeistarar og freista þess að bæta sínum 12. meistaratitli í safnið en liðið varð síðast meistari árið 2016. Selfoss er hins vegar að freista þess að brjóta blað í sögu félagsins með því að verða Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sögunni. Selfoss hefur einu sinni komist í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en það var árið 1992. Þá laut liðið í lægra haldi fyrir FH og síðan þá hefur liðið aldrei barist um þann stóra aftur. Selfoss náði sínum besta árangri í sögunni með því að hafna í öðru sæti deildarkeppninnar en Haukar og Selfoss urðu jöfn að stigum með 34 stigum á toppi deildarinnar en Hafnarfjarðarliðið varð deildarmeistari þar sem liðið hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Fréttablaðið fékk Óskar Bjarna Óskarsson, yfirþjálfara Vals og aðstoðarþjálfara íslenska kvennalandsliðsins, til þess að spá í spilin fyrir komandi viðureign liðanna. Hann kveðst eiga von á hörkueinvígi og voni sem almennur handboltaáhugamaður að rimman fari alla leið í oddaleik og úrslitin ráðist þar. „Ég held að það sé bara gott fyrir Hauka að liðið spili strax í dag eftir að hafa leikið fimm erfiða leiki við Eyjamenn í undanúrslitum. Þeir halda þannig takti í sínum leik og þeir sýndu besta varnarleikinn í oddaleiknum gegn ÍBV á laugardagskvöldið. Þeir þurfa að taka þann varnarleik með sér inn í seríuna við Selfoss og ég hef minni áhyggjur af því að Haukar nái ekki upp sterkri vörn,“ segir Óskar Bjarni um það hvernig hann sér einvígið byrja. „Það sem verður erfiðara fyrir Hauka er að ná að drilla þann sóknarleik sem þeir vilja spila á svona skömmum tíma. Það er pottþétt búið að leikgreina Selfoss vel og þeir vita alveg hvað Selfoss getur boðið upp á. Selfyssingar geta hins vegar bæði bryddað upp á 6-0 vörn sem fer í út 3-3 vörn á köflum. Patrekur [Jóhannesson] hefur beitt ýmsum varnarafbrigðum og það er erfitt að lesa hvað hann gerir í hverjum leik fyrir sig. Annars snýst þetta að miklu leyti um það hvort liðið fær betri markvörslu. Selfoss fékk fína markvörslu gegn Val í undanúrslitaleikjum liðanna og það gerði gæfumuninn í þeirri viðureign. Selfyssingar geta því gert sér meiri vonir en þeir gátu gert fyrr í vetur um að markverðir þeirra hrökkvi í gang,“ segir hann enn fremur um það hvað muni skilja liðin að í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Haukar eru hins vegar með bestu og stabílustu markvörsluna og alla jafna ættu þeir að fá meiri vörslu frá markvörðunum sínum. Þetta snýst að sjálfsögðu einnig um hvort liðið nær upp betri vörn og þar tel ég vera jafnt á komið með liðunum. Svo þurfa bæði lið að fá framlag frá þeim sem hefja leikina á varamannabekkjunum eða úr óvæntri átt,“ segir hann jafnframt um lykilatriði þess að annað hvort liðið fari með sigur af hólmi. „Við erum með þekktar stærðir í þessu einvígi eins og Elvar Örn Jónsson og Hauk Þrastarson Selfossmegin og Adam Hauk Baumruk og Daníel Þór Ingason Haukamegin. Svo erum við með reynsluboltana Hergeir Grímsson og Árna Stein Steinþórsson hjá Selfossi og Tjörva Þorgeirsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá Haukum. Það mun svo líka skipta máli hvernig liðunum tekst að koma mönnum á borð við Nökkva Dan Elliðason [Selfossi] og Atla Má Báruson [Haukum] inn í leikinn,“ segir hann um leikmenn liðanna. „Ég vona að þetta fari í oddaleik eins og áður segir og spái því að Selfoss fari með sigur af hólmi í Schenker-höllinni á föstudagskvöld. Það er einhver rómantík að þessir sveitapiltar vinni fyrsta titilinn í sögunni áður en þjálfari liðsins og lykilleikmaður hverfur af braut,“ svarar þessi reynslumikli þjálfari spurður um hvernig hann telji að einvígið fari.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira