Inter vann tveggja marka sigur á Chievo í ítölsku Seria A deildinni í fótbolta í kvöld.
Matteo Politano skoraði fyrsta mark leiksins á 39. mínútu og Ivan Perisic bætti öðru marki við undir lok leiksins. Inter var manni fleiri síðasta korterið eftir að Nicola Rigoni fékk sitt annað gula spjald.
Bologna vann 4-1 sigur á Parma þar sem tvö af mörkum Bologna voru sjálfsmörk leikmanna Parma.
Þegar 36 af 38 umferðum eru leiknar er Inter í þriðja sæti með 66 stig, stigi meira en Atalanta, tíu stigum á eftir Napólí. Chievo er fallið með 15 stig, 21 stigi frá öruggu sæti.
Inter vann botnliðið
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
