37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2019 11:17 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Rakel Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,7 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Fyrir dómi sagðist Pétur Þór um ástæður þess að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma að hann hefði litið til þeirrar sérstöku stöðu sem uppi hefði verið eftir hrunið. Hafi hann talið að hann ætti, eins og þeir sem sóttu um úrræði vegna fjárhagserfiðleika, rétt á að komið væri til móts við ákærða Lögfræðistofuna ehf. með því að veita félaginu greiðslufrest. Þá hafi hann skammast sín fyrir að hafa ekki skilað virðisaukaskattinum á sínum tíma en aldrei hafi staðið annað til en að standa skil á honum. Þrátt fyrir það ætti hann ekki að vera verr staddur en þeir sem um úrræðið sóttu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Pétur Þór hafi átt ótvíræðum skyldum að gegna í krafti stöðu sinnar sem eigandi og fyrirsvarsmaður Lögfræðistofunnar ehf. Bar hann þannig ábyrgð á því að skattskil félagsins væru í samræmi við lög. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því gerst sekur um meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var Pétur Þór dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára auk þess sem hann þarf að greiða 37,3 milljón króna sekt í ríkissjóð. Í dóminum segir að litið hafi verið til þess við ákvörðunar refsingar að málið hafi dregist úr hófi fyrir dómi. „Ástæður frestunar voru ýmsar og voru bæði að frumkvæði dómsins, m.a. er beðið var dóms í sambærilegum málum hjá Mannréttindadómstól Evrópu og æðra rétti hér innanlands, en einnig ítrekað af ástæðum er vörðuðu ákærða og verjanda hans. Þykir við ákvörðun refsingar rétt að taka tillit til framangreindra tafa að nokkru leyti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Uppfært 16. maí:Vísi barst ábending frá lögmanni Péturs Þórs um að hann hafi sannarlega greitt virðisaukaskattinn að fullu, auk álags og vaxta, til ríkissjóðs fyrir árslok 2011. Einnig að hann hafi skilað virðisaukaskattsskýrslum en ekki á réttum tíma. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,7 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Fyrir dómi sagðist Pétur Þór um ástæður þess að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma að hann hefði litið til þeirrar sérstöku stöðu sem uppi hefði verið eftir hrunið. Hafi hann talið að hann ætti, eins og þeir sem sóttu um úrræði vegna fjárhagserfiðleika, rétt á að komið væri til móts við ákærða Lögfræðistofuna ehf. með því að veita félaginu greiðslufrest. Þá hafi hann skammast sín fyrir að hafa ekki skilað virðisaukaskattinum á sínum tíma en aldrei hafi staðið annað til en að standa skil á honum. Þrátt fyrir það ætti hann ekki að vera verr staddur en þeir sem um úrræðið sóttu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Pétur Þór hafi átt ótvíræðum skyldum að gegna í krafti stöðu sinnar sem eigandi og fyrirsvarsmaður Lögfræðistofunnar ehf. Bar hann þannig ábyrgð á því að skattskil félagsins væru í samræmi við lög. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því gerst sekur um meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var Pétur Þór dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára auk þess sem hann þarf að greiða 37,3 milljón króna sekt í ríkissjóð. Í dóminum segir að litið hafi verið til þess við ákvörðunar refsingar að málið hafi dregist úr hófi fyrir dómi. „Ástæður frestunar voru ýmsar og voru bæði að frumkvæði dómsins, m.a. er beðið var dóms í sambærilegum málum hjá Mannréttindadómstól Evrópu og æðra rétti hér innanlands, en einnig ítrekað af ástæðum er vörðuðu ákærða og verjanda hans. Þykir við ákvörðun refsingar rétt að taka tillit til framangreindra tafa að nokkru leyti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Uppfært 16. maí:Vísi barst ábending frá lögmanni Péturs Þórs um að hann hafi sannarlega greitt virðisaukaskattinn að fullu, auk álags og vaxta, til ríkissjóðs fyrir árslok 2011. Einnig að hann hafi skilað virðisaukaskattsskýrslum en ekki á réttum tíma.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira