37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2019 11:17 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Rakel Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,7 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Fyrir dómi sagðist Pétur Þór um ástæður þess að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma að hann hefði litið til þeirrar sérstöku stöðu sem uppi hefði verið eftir hrunið. Hafi hann talið að hann ætti, eins og þeir sem sóttu um úrræði vegna fjárhagserfiðleika, rétt á að komið væri til móts við ákærða Lögfræðistofuna ehf. með því að veita félaginu greiðslufrest. Þá hafi hann skammast sín fyrir að hafa ekki skilað virðisaukaskattinum á sínum tíma en aldrei hafi staðið annað til en að standa skil á honum. Þrátt fyrir það ætti hann ekki að vera verr staddur en þeir sem um úrræðið sóttu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Pétur Þór hafi átt ótvíræðum skyldum að gegna í krafti stöðu sinnar sem eigandi og fyrirsvarsmaður Lögfræðistofunnar ehf. Bar hann þannig ábyrgð á því að skattskil félagsins væru í samræmi við lög. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því gerst sekur um meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var Pétur Þór dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára auk þess sem hann þarf að greiða 37,3 milljón króna sekt í ríkissjóð. Í dóminum segir að litið hafi verið til þess við ákvörðunar refsingar að málið hafi dregist úr hófi fyrir dómi. „Ástæður frestunar voru ýmsar og voru bæði að frumkvæði dómsins, m.a. er beðið var dóms í sambærilegum málum hjá Mannréttindadómstól Evrópu og æðra rétti hér innanlands, en einnig ítrekað af ástæðum er vörðuðu ákærða og verjanda hans. Þykir við ákvörðun refsingar rétt að taka tillit til framangreindra tafa að nokkru leyti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Uppfært 16. maí:Vísi barst ábending frá lögmanni Péturs Þórs um að hann hafi sannarlega greitt virðisaukaskattinn að fullu, auk álags og vaxta, til ríkissjóðs fyrir árslok 2011. Einnig að hann hafi skilað virðisaukaskattsskýrslum en ekki á réttum tíma. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,7 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Fyrir dómi sagðist Pétur Þór um ástæður þess að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma að hann hefði litið til þeirrar sérstöku stöðu sem uppi hefði verið eftir hrunið. Hafi hann talið að hann ætti, eins og þeir sem sóttu um úrræði vegna fjárhagserfiðleika, rétt á að komið væri til móts við ákærða Lögfræðistofuna ehf. með því að veita félaginu greiðslufrest. Þá hafi hann skammast sín fyrir að hafa ekki skilað virðisaukaskattinum á sínum tíma en aldrei hafi staðið annað til en að standa skil á honum. Þrátt fyrir það ætti hann ekki að vera verr staddur en þeir sem um úrræðið sóttu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Pétur Þór hafi átt ótvíræðum skyldum að gegna í krafti stöðu sinnar sem eigandi og fyrirsvarsmaður Lögfræðistofunnar ehf. Bar hann þannig ábyrgð á því að skattskil félagsins væru í samræmi við lög. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því gerst sekur um meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var Pétur Þór dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára auk þess sem hann þarf að greiða 37,3 milljón króna sekt í ríkissjóð. Í dóminum segir að litið hafi verið til þess við ákvörðunar refsingar að málið hafi dregist úr hófi fyrir dómi. „Ástæður frestunar voru ýmsar og voru bæði að frumkvæði dómsins, m.a. er beðið var dóms í sambærilegum málum hjá Mannréttindadómstól Evrópu og æðra rétti hér innanlands, en einnig ítrekað af ástæðum er vörðuðu ákærða og verjanda hans. Þykir við ákvörðun refsingar rétt að taka tillit til framangreindra tafa að nokkru leyti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Uppfært 16. maí:Vísi barst ábending frá lögmanni Péturs Þórs um að hann hafi sannarlega greitt virðisaukaskattinn að fullu, auk álags og vaxta, til ríkissjóðs fyrir árslok 2011. Einnig að hann hafi skilað virðisaukaskattsskýrslum en ekki á réttum tíma.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira