Vinnubrögð markvissari eftir námskeið í greiningum farþegalista Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 21:08 Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum. Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur sent lögreglumenn á námskeið erlendis til þess að fá betri þekkingu í greiningarvinnu vegna fólks sem hingað kemur til lands. Þetta hefur verið gert í kjölfar þess að þjófar komu gagngert til þess að fremja afbrot. Verkefni lögreglunnar á Austurlandi hafa aukist jafnt og þétt á síðast liðnum árum í takt við aukinn fjölda ferðamanna og annarra sem hingað koma til lands. Á síðasta ári tók lögreglan á svæðinu tvö þjófagengi sem höfðu á skömmum tíma farið ránshendi um landið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að til að mæta breyttum áherslum hafi lögreglumenn verið sendir erlendis til að efla þekkingu. „Já við höfum gert það. Við höfum verið í miklu samstarfi við erlend lögregluyfirvöld og líka auðvitar hér á Íslandi. Við auðvitað, í samstarfi við alþjóðadeildina, og við höfum notið þeirra aðstoðar og lögreglunnar í Reykjavík við að ná þessum samböndum,“ segir Jónas Wilhelmsson Jensen, yfirlögregluþjónn á Eskifirði.Í hverju felst þessi aukna þekkingu?„Betri greiningum. Við erum til dæmis með landamæri hérna sem eru frekar stór sem er á Seyðisfirði. Það er Norræna og við erum með alþjóðaflugvöll, og það þarf að greina og gera greiningu á farþegum og það er það sem við erum að gera,“ segir Jónas.Jónas Wilhelmsson, yfirlögreguþjónn hjá Lögreglunni á Austurlandi.Vísir/JóhannKRannsóknar- og eftirlitsvinna markvissari Jónas segir að frá því að mál þjófagengjanna komu upp á síðasta ári hafi þekking og vinna lögreglumanna á svæðinu orðið markvissari. „Hún hefur breyst mjög mikið, núna bara á síðustu kannski á einu og hálfu ári og við erum auðvitað í samstarfi við Tollgæsluna með þetta allt saman og þetta hefur skilað okkur mjög góðum árangri,“ segir Jónas. Jónas segir almenning skipta miklu máli þegar erlend þjófagengi koma hingað til lands. Sér í lagi skipta tilkynningar um mannaferðir miklu máli sem hjálpi mikið til, til að upplýsa mál þegar þau koma upp. „Ég held að það séu bara allir illa settir sem að fá svona gengi í heimsókn. Ég held að það sé alveg klárt. Nú þetta byggist auðvitað á miklu samstarfi og samvinnu og miklum hraða í samvinnu við önnur embætti. Oftast nær byrjar þetta einhvers staðar og það sem menn hafa verið að gera er að koma upplýsingum mjög hratt á milli,“ segir Jónas. Yfir sumartímann skiptir nágrannavarsla miklu máli ef óæskilegir aðilar eigi leið um hverfi eða bæjarfélög. Jónas segir að með enn nánari samvinnu við almenning og aðra löggæsluaðila hér á landi sé hægt að sporna við aukinni brotatíðni hópa eða aðila sem hingað koma til lands gagngert til þess að fara um ránshendi. Í ljósi þeirra mála sem um hafa komið hefur efling þekkingar og málaflokknum reynst vel og lögreglumenn upplýstir hvernig bregðast eigi við. „Við erum alveg mjög vel mannaðir og höfum mög víðtæka þekkingu til þess að sinna þeim málum sem koma hér upp,“ segir Jónas.Hefur álag aukist?„Já. Það hefur gert það,“ segir Jónas að lokum.
Fjarðabyggð Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira