Roma gerði sér lítið fyrir og vann topplið Juventus í ítalska boltanum í dag.
Roma er í harðri baráttu við Milan liðin tvö um fjórða og síðasta sætið sem gefur þáttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en hvorugu liðinu tókst að skora og því markalaust í hálfleiknum.
Roma var líklegri aðilinn í leiknum en liðsmenn liðsins áttu níu marktilraunir gegn fimm hjá Juventus en það stefndi þó allt í að leikurinn yrði markalaus. En það var þó ekki raunin því á 79. mínútu skoraði Alessandro Florenzi og kom Roma yfir.
Þetta var hinsvegar ekki síðasta mark leiksins því í uppbótartíma náði Edin Dzeko að tvöfalda forskot Roma og innsigla sigurinn.
Eftir leikinn er Roma með 62 stig í sjötta sæti deildarinnar.
Roma sigraði toppliðið
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn


