Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 18:15 Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira