Í Facebook-færslu lögreglu segir að húsleit hafi verið framkvæmd með aðstoð leitarhunds.
„Við leitina fundust fíkniefni en um var að ræða bæði kannabisefni sem og örvandi fíkniefni. Tveir aðilar voru undir átján ára og var þeim, í samstarfi við barnaverndaryfirvöld í Reykjavik, komið í hendur foreldra sinna,“ segir í færslunni.
Þar segir ennfremur að lögreglan á Norðurlandi vestra hafi í vikunni handtekið tvo ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.