Kom að innbrotsþjófi í Grafarholti: „Sannaði fyrir sjálfri mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess“ Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2019 12:18 Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. Getty „Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira
„Ég var í tíu mínútur að ná mér niður áður en ég gat hringt í lögregluna og talað af einhverju viti.“ Þetta segir Hjördís Líney Aðalsteinsdóttir, íbúi í Grafarholti, sem kom að innbrotsþjófi á heimili sínu á aðfaranótt laugardagsins. Hjördís segist hafa skoppið úr húsi í um tuttugu mínútur skömmu eftir miðnætti og komið svo að innbrotsþjófnum þar sem hann var að róta í eigum hennar. „Ég kem heim og sé þá einhverja stelpu sem ég kannast ekkert við. Aldrei séð þessa manneskju áður. Ég spyr hana hver hún sé og þá segist hún vera að leita að einhverjum Binna. Það býr hins vegar enginn Binni í þessu fjölbýli sem ég er í. Ég trúi henni náttúrulega ekki og sé þá að hún er búin að taka saman dótið mitt. Ég bara klikkaðist, trompaðist og fraus ekki. Hún var alveg augljóslega hrædd og ég náði dótinu af henni. Hún veitti enga mótspyrnu,“ segir Hjördís.Ánægð að hafa komið að innbrotsþjófnum Hjördís segir að innbrotsþjófurinn hafi augljóslega verið í vímu og verið búin að taka lyf úr lyfjakassanum, föt, málningadót og fleira. „Lyfjaboxið var á hvolfi, skúffurnar opnar og sófinn úr stað. Ég ætlaði að fara að hringja í lögregluna og þá flýr hún út. Ekki nóg með að ég náði að yfirbuga þennan þjóf heldur rændi ég hana öllu þýfinu sem hún hafði. Hún hafði greinilega brotist inn í einhvern bíl áður og stolið úr honum.“ Hún segir að lögregla hafi verið fljót á staðinn. „Það kom mér á óvart. En þetta sannaði fyrir mér að ég get verndað mitt eigið húsnæði ef ég þarf þess. Þó að þetta hafi verið mjög dramatískt að sjá einhverja ókunnuga manneskju heima hjá sér þá er ég eiginlega ánægðari að hafa komið að þessu en að hafa ekki gert það – miðað við hvernig ég brást við. Það hefði í raun verið óhugnanlegra að koma heim og sjá að brotist hafi verið inn og ég hefði ekkert vitað hver þetta var.“ Hún segist hafa sofið frammi í sófa þá um nóttina. „Ég var á leið til vinkonu minnar en hætti við, vildi passa upp á að enginn væri að fara að koma.“Leitar eigenda Toyota Carina Hjördís segist hafa skilið eftir ólæst þegar hún skrapp út en eftir þessa reynslu muni hún alltaf læsa á eftir sér. „Sama þó það sé að sækja póstinn. Ég ætla alltaf að læsa. Ég hélt að þetta væri öruggt hverfi en nú heyri ég að svo sé ekki,“ segir Hjördís og beinir því til annarra íbúa í hverfinu að læsa á eftir sér. Að lokum segist hún endilega vilja koma þýfinu sem hún náði af innbrotsþjófnum í réttar hendur. Hafi þar meðal annars verið að finna smurbók bíls af gerðinni Toyota Carina '96. „Ef einhver kannast við það að hafa orðið fyrir þjófnaði úr þannig bíl á svipuðum tíma þá má hafa samband við mig.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Sjá meira