AC Milan fór með sigur af hólmi gegn Fiorentina í ítölsku deildinni í kvöld en það var Hakan Calhanoglu sem skoraði eina mark leiksins.
Fyrir leikinn var AC Milan fjórum stigum á eftir Inter Milan í fjórða sætinu og því þurfti liðið að vinna í kvöld til þess að halda vonum sínum lifandi að ná Meistaradeildarsæti.
Eina mark leiksins kom á 35. mínútu og var það Tyrkinn Calhanoglu sem skoraði markið með skalla eftir sendingu frá Suso.
Eftir leikinn er AC Milan með 62 stig og situr í fimmta sæti deildarinnar á meðan Inter er með stigi meira, sæti ofar en á leik til góða.
Calhanoglu tryggði AC Milan sigur
Dagur Lárusson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






