Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2019 19:00 Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem áætlanir byggjast á. Hagstofan gaf í morgun út nýja þjóðhagsspá til ársins 2024. Þar kemur fram að hagvöxtur í ár muni markast af versnandi horfum í útflutningi. Í fyrsta sinn frá árinu 2010 er reiknað með samdrætti milli ára en það er mikill viðsnúningur frá síðustu spá sem gerði ráð fyrir 1,6 prósenta hagvexti. Í nýju spánni segir að óvissuþættir hafi raungerst með gjaldþroti WOW air og því að enginn loðnukvóti verði gefinn út á árinu. Á síðasta ári nam útflutningsverðmæti loðnu átján milljörðum króna. Þetta á að skila tveggja og hálfs prósenta samdrætti á útflutningstekjum.Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi, byggir á fyrri spá og gerir þar með ráð fyrir hagvexti. Samkvæmt fjárlagastefnu ríkisstjórnarinnar þarf ríkissjóður að skila afgangi er nemur tæpu prósent af landsframleiðslu, eða um þrjátíu milljörðum króna á árinu. Lög um opinber fjármál skylda hins vegar ráðherra til að endurskoða þetta bresti grundvallarforsendur áætlunar. Formaður fjárlaganefndar telur þetta koma til álita. „Það þarf að meta hvort það þurfi ekki að gera. Og þá um leið hvort það sé skynsamlegt að skila jafn miklum afgangi og raun ber vitni, eða hvort það þurfi að skera niður í útgjaldaáformum. Það er eiginlega bara annað hvort þessa tveggja," segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Mögulegar breytingar verða teknar upp í fjárlaganefnd. „Við getum náttúrulega gert breytingatillögur við síðari umræðu. Stóra spurningin er hins vegar sú hvort ráðherra og ríkisstjórn mun leggja fram nýja fjármálastefnu og hún þyrfti þá að fara í umsögn fjármálaráðs og það tekur auðvitað einhvern tíma," segir Willum.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira