Telur plastpokabannið vindhögg Jakob Bjarnar skrifar 10. maí 2019 10:37 Oddur segir vert að leita allra leiða til að stemma stigu við plasti í umhverfinu. En, plastpokabannið sé því miður ekki gáfulegt skref að stíga í því tilliti. „Fyrsta skrefið á Íslandi er að banna burðarpoka úr plasti sem er sennilega vitlausasti staður sem hægt er að finna til að banna plast,“ segir Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri PMT – plast, miðlar og tæki. Oddur veit allt um plast. Hann segir, í léttum dúr, að afi hans hafi stofnað Plastprent í bílskúrnum á sínum tíma eða fyrir 60 árum og þar með „byrjað með þennan ófögnuð á Íslandi“. Oddur hefur verulegar efasemdir um gagnsemi banns við burðarpokum úr plasti sem ríkisstjórnin hefur boðað. Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um bann á einnota plastpokum. Lögin munu taka gildi þann fyrsta júlí og verður þá óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki.Dönsk rannsókn segir notkun burðarpoka jákvæða Oddur tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að hann sé ekki að halda uppi áróðri fyrir plasti. Hann bendir á að plastpokar mjög lítill hluti af sölu PMT. Oddur segir fyrirtækið farið að selja bréfpoka sem er ágætt uppúr að hafa, enda dýrari en plastpokar. „Þó við séum með mjög gott verð á þeim. Einnig erum við með plastpoka með sérstöku íblöndunarefni svo þeir brotna hraðar niður.“Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Oddur telur hann fara fram með plastpokabann sitt af meira kappi en forsjá.vísir/vilhelmOddur segir það blasa við að auðvitað verði að ráðast á plastvandamálið og finna lausnir til framtíðar. „Hins vegar finnst mér eins og það sé vaðið af stað án þess að skoða málin eða rannsaka. Það hefði verið einfalt mál að skoða þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum, til dæmis í Danmörku. Samkvæmt viðamikilli rannsókn sem Danska Umhverfisstofnunin réðist í þá eru venjulegir burðarpokar (úr LDPE) það umhverfisvænasta sem hægt er að bjóða uppá í matvöruverslunum. Ein aðalástæðan fyrir því er ábyrg notkun á plasti í Danmörku. Plastpokinn er notaður undir vörur sem keyptar eru og rifnar ekki á leiðinni heim. Síðan endar pokinn í ruslafötunni undir rusl sem fer í urðun.“Málið ekki hugsað til enda Hins vegar er fyrsta skrefið hér á Íslandi það að banna burðarpoka úr plasti sem Oddur segir er sennilega vitlausasti staður sem hægt er að finna til að banna plast.Að sögn Odds er vert að stemma stigu við plasti í umhverfinu en að byrja á því að banna plastburðarpoka sé ekki gáfulegt fyrsta skref í þeim efnum.Vísir/Vilhelm„Í staðinn eru komnir lífrænir pokar, til dæmis úr maís, sem má ekki setja í ruslafötuna því þeir gefa svo mikið gas frá sér við urðun. Það stendur meira að segja á þeim að þeir eigi ekki að fara í ruslafötuna. Ætlast er til að fólk setji þá í safnhaug eða skil á endurvinnslustöð. Hversu margir eru að fara að gera það og hvað fer þá í ruslafötuna? Jú fólk á að kaupa aðra plastpoka til að nota í ruslafötuna,“ segir Oddur og spyr hver sé þá ávinningurinn? „Þetta gengur bara ekki upp.“Hræðsla gagnvart plasti mögnuð upp Þá segir Oddur áhugavert þetta það sem Tesco er að gera í umhverfismálum en þeir eru komnir með endurvinnslustöðvar við flestar verslanir. „Það vakti sérstaklega athygli mína að LDPE burðarpokar sem er verið að banna á Íslandi eru merktir grænir (Preferred Materials) á sama tíma og lífrænir pokar (Home compostable) eru merktir gulir sem þýðir að vera að leita að öðrum lausnum.“ Oddur ítrekar að vert sé að grípa til aðgerða og reyna að stemma stigu við óæskilegu plasti í umhverfinu. En, plast er hliðarafurð sem verður til við það þá er olíu er dælt upp úr borholum. En, hann segir að mikil hræðsla gagnvart plasti hafi verið mögnuð upp og þá sé hætt við að aðgerðirnar verði ekki vitrænar, eins og reyndin er með plastpokabann Guðmundar umhverfisráðherra. Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Fyrsta skrefið á Íslandi er að banna burðarpoka úr plasti sem er sennilega vitlausasti staður sem hægt er að finna til að banna plast,“ segir Oddur Sigurðsson, framkvæmdastjóri PMT – plast, miðlar og tæki. Oddur veit allt um plast. Hann segir, í léttum dúr, að afi hans hafi stofnað Plastprent í bílskúrnum á sínum tíma eða fyrir 60 árum og þar með „byrjað með þennan ófögnuð á Íslandi“. Oddur hefur verulegar efasemdir um gagnsemi banns við burðarpokum úr plasti sem ríkisstjórnin hefur boðað. Alþingi samþykkti í vikunni frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um bann á einnota plastpokum. Lögin munu taka gildi þann fyrsta júlí og verður þá óheimilt að afhenda alla burðarpoka, þar með talið burðarpoka úr plasti, án endurgjalds á sölustöðum vara og skal gjaldið vera sýnilegt á kassakvittun. Frá og með 1. janúar 2021 verður síðan alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki.Dönsk rannsókn segir notkun burðarpoka jákvæða Oddur tekur skýrt fram, í samtali við Vísi, að hann sé ekki að halda uppi áróðri fyrir plasti. Hann bendir á að plastpokar mjög lítill hluti af sölu PMT. Oddur segir fyrirtækið farið að selja bréfpoka sem er ágætt uppúr að hafa, enda dýrari en plastpokar. „Þó við séum með mjög gott verð á þeim. Einnig erum við með plastpoka með sérstöku íblöndunarefni svo þeir brotna hraðar niður.“Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. Oddur telur hann fara fram með plastpokabann sitt af meira kappi en forsjá.vísir/vilhelmOddur segir það blasa við að auðvitað verði að ráðast á plastvandamálið og finna lausnir til framtíðar. „Hins vegar finnst mér eins og það sé vaðið af stað án þess að skoða málin eða rannsaka. Það hefði verið einfalt mál að skoða þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum, til dæmis í Danmörku. Samkvæmt viðamikilli rannsókn sem Danska Umhverfisstofnunin réðist í þá eru venjulegir burðarpokar (úr LDPE) það umhverfisvænasta sem hægt er að bjóða uppá í matvöruverslunum. Ein aðalástæðan fyrir því er ábyrg notkun á plasti í Danmörku. Plastpokinn er notaður undir vörur sem keyptar eru og rifnar ekki á leiðinni heim. Síðan endar pokinn í ruslafötunni undir rusl sem fer í urðun.“Málið ekki hugsað til enda Hins vegar er fyrsta skrefið hér á Íslandi það að banna burðarpoka úr plasti sem Oddur segir er sennilega vitlausasti staður sem hægt er að finna til að banna plast.Að sögn Odds er vert að stemma stigu við plasti í umhverfinu en að byrja á því að banna plastburðarpoka sé ekki gáfulegt fyrsta skref í þeim efnum.Vísir/Vilhelm„Í staðinn eru komnir lífrænir pokar, til dæmis úr maís, sem má ekki setja í ruslafötuna því þeir gefa svo mikið gas frá sér við urðun. Það stendur meira að segja á þeim að þeir eigi ekki að fara í ruslafötuna. Ætlast er til að fólk setji þá í safnhaug eða skil á endurvinnslustöð. Hversu margir eru að fara að gera það og hvað fer þá í ruslafötuna? Jú fólk á að kaupa aðra plastpoka til að nota í ruslafötuna,“ segir Oddur og spyr hver sé þá ávinningurinn? „Þetta gengur bara ekki upp.“Hræðsla gagnvart plasti mögnuð upp Þá segir Oddur áhugavert þetta það sem Tesco er að gera í umhverfismálum en þeir eru komnir með endurvinnslustöðvar við flestar verslanir. „Það vakti sérstaklega athygli mína að LDPE burðarpokar sem er verið að banna á Íslandi eru merktir grænir (Preferred Materials) á sama tíma og lífrænir pokar (Home compostable) eru merktir gulir sem þýðir að vera að leita að öðrum lausnum.“ Oddur ítrekar að vert sé að grípa til aðgerða og reyna að stemma stigu við óæskilegu plasti í umhverfinu. En, plast er hliðarafurð sem verður til við það þá er olíu er dælt upp úr borholum. En, hann segir að mikil hræðsla gagnvart plasti hafi verið mögnuð upp og þá sé hætt við að aðgerðirnar verði ekki vitrænar, eins og reyndin er með plastpokabann Guðmundar umhverfisráðherra.
Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent