
Plastpokabann samþykkt á Alþingi

Enn verður þó hægt að kaupa burðarpoka, ruslapoka og aðra poka í hillum verslana.
43 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, sjö sátu hjá og þrettán voru fjarverandi. Um er að ræða innleiðingu á tilskipun Evrópusambandsins en frumvarp Guðmundar Inga gengur þó lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir.
Fyrst var sagt frá samþykktinni á vef Fréttablaðsins.
Sjá einnig: Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð
Plast hverfur ekki eða eyðist við náttúrulegt niðurbrot heldur brotnar það í smærri einingar og verður á endanum að örplasti. Venjulegur burðarplastpoki sem fæst meðal annars í matvöruverslunum tekur um 1.000 ár að brotna niður og eru um tvær milljónir slíkra poka notaðir á hverri mínútu í heiminum. Talið er að hver plastpoki sé notaður að meðaltali í um 12 mínútur. Örplastið sem brotnar niður fer svo út í umhverfið og inn í hringrás lífsins.
Sjá einnig: Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka
Sambærileg bönn hafa verið sett á víða um heim á undanförnum árum. Hér á landi hefur sölu einnota burðarpoka verið hætt víða í verslunum.
Tengdar fréttir

Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun
Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu.

Bann við plastpokum liður í stærri aðgerð
Frumvarp um bann á burðarplastpokum hefur verið kynnt. Viðskiptavinir matvöruverslana þurfa að finna nýjar leiðir til að bera vörur sínar heim. Skref í átt að minnkun notkunar á einnota plasti hér á landi, enda eflaust kominn tími til.

Hætta að gefa börnum gjafir úr plasti
Íslandsbanki hyggst hætta að gefa börnum gjafavörur úr plasti nú á vormánuðum til að sporna við mengun og sóun, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Minna einnota og meira fjölnota
Í Háskóla Íslands hefur tekist vel að innleiða ýmsar aðgerðir sem miða að því að minnka notkun einnota plasts og nota fjölnota í auknum mæli. Í Hámu hefur tekist að minnka sölu á einnota matarboxum og drykkjarmálum. Næst á dagskrá eru kaffibollarnir.

Heimilin bæta flokkun og endurvinnslu sorps
Yfirverkfræðingur hjá Sorpu segir ástæðu til að hrósa íbúum fyrir bætta og aukna flokkun á sorpi. Heildarmagn sorps frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu dróst saman á síðasta ári samkvæmt rannsókn.

Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi