Næsta mál, takk Hörður Ægisson skrifar 10. maí 2019 07:00 Þótt halda mætti annað, miðað við allan æsinginn, þá er ekki mikil ástæða til að fara mörgum orðum um innihald þriðja orkupakkans. Fátt, ef nokkuð, felur þar í sér nein nýmæli fyrir Ísland. Verið er að skerpa á því regluverki sem nú þegar gildir – og var fyrst innleitt í íslenskan rétt fyrir meira en fimmtán árum án mikillar mótstöðu – og snýst í grunninn um aukið sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem í okkar tilfelli er Orkustofnun, og meiri neytendavernd. Með öðrum orðum er tilgangurinn aukin og virkari samkeppni á orkumarkaði. Hagsmunirnir af slíku regluverki fyrir almenning og fyrirtæki eru ótvíræðir. Innleiðing þriðja orkupakkans á sér langan aðdraganda, sem margar ríkisstjórnir hafa komið að á síðustu árum, og Ísland hefur margsinnis haft tækifæri til þess að hafa áhrif á ákvörðunarferlið. Engin ríkisstjórn hefur hins vegar á neinu stigi málsins talið ástæðu til að beita sér gegn orkupakkanum. Andstaðan nú um stundir, drifin áfram af fyrrverandi áhrifamönnum í íslensku samfélagi sem eiga erfitt með að eftirláta sviðið nýrri kynslóð, vekur því um margt furðu. Mörgu er haldið fram í umræðunni sem stenst enga skoðun. Dapurlegast er að sjá þá, sem vita flestir hverjir betur, taka þátt í að afvegaleiða almenning með röngum upplýsingum. Um hvað fjallar orkupakkinn ekki? Hann snýst á engan hátt um einkavæðingu eða frekari „markaðsvæðingu“ raforkugeirans en nú er. Því síður er Ísland að afsala sér forræði á því hvernig við nýtum orkuauðlindir landsins og ákvörðun um mögulega lagningu sæstrengs, sem mun krefjast samþykkis Alþingis, verður alfarið í okkar höndum. Um allt þetta er ástæðulaust að deila. Þeir sem tala gegn þriðja orkupakkanum hafa látið að því liggja að málið eigi margt sameiginlegt með baráttunni gegn Icesave. Þótt erfitt sé að átta sig á þeim samanburði þá grundvallast sú afstaða meðal annars á því sjónarmiði að gera eigi það tortryggilegt að nú, rétt eins og þá, sé um það breið samstaða á meðal stjórnmálamanna og atvinnulífsins að samþykkja orkupakkann. Höfum eitt á hreinu. Krafan um það að Íslendingar ættu að gangast undir löglausar kröfur Breta og Hollendinga, sem hefði hamlað endurreisn efnahagslífsins og gert afnám hafta erfiðara en ella, varðaði gríðarlega fjárhagslega hagsmuni Íslands. Sem betur fer tókst að afstýra þeim áformum. Engir slíkir hagsmunir eru undir í því máli sem varðar þriðja orkupakkann. Hér er aðeins verið að fiska í gruggugu vatni þar sem markmiðið virðist vera – í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi – að grafa undan EES-samstarfinu að óþörfu. Því má ekki láta ósvarað. Ísland er í einstakri stöðu. Á síðustu árum hefur okkur tekist, undir forystu ólíkra ríkisstjórna, að leysa úr fjölmörgum flóknum en misstórum úrlausnarefnum á farsælan hátt, nú síðast með því að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára með skynsamlegum kjarasamningum. Verkefnið sem við stöndum núna frammi fyrir, rétt eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sögðu í viðtali við Markaðinn í vikunni er að byggja á þeim grunni til að sækja fram og bæta lífskjör þjóðarinnar. Hvernig til tekst ræðst af samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin á því að leiða þriðja orkupakkann í lög og snúa sér að öðrum og mikilvægari málum sem eiga að vera í forgrunni. Næsta mál, takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þótt halda mætti annað, miðað við allan æsinginn, þá er ekki mikil ástæða til að fara mörgum orðum um innihald þriðja orkupakkans. Fátt, ef nokkuð, felur þar í sér nein nýmæli fyrir Ísland. Verið er að skerpa á því regluverki sem nú þegar gildir – og var fyrst innleitt í íslenskan rétt fyrir meira en fimmtán árum án mikillar mótstöðu – og snýst í grunninn um aukið sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem í okkar tilfelli er Orkustofnun, og meiri neytendavernd. Með öðrum orðum er tilgangurinn aukin og virkari samkeppni á orkumarkaði. Hagsmunirnir af slíku regluverki fyrir almenning og fyrirtæki eru ótvíræðir. Innleiðing þriðja orkupakkans á sér langan aðdraganda, sem margar ríkisstjórnir hafa komið að á síðustu árum, og Ísland hefur margsinnis haft tækifæri til þess að hafa áhrif á ákvörðunarferlið. Engin ríkisstjórn hefur hins vegar á neinu stigi málsins talið ástæðu til að beita sér gegn orkupakkanum. Andstaðan nú um stundir, drifin áfram af fyrrverandi áhrifamönnum í íslensku samfélagi sem eiga erfitt með að eftirláta sviðið nýrri kynslóð, vekur því um margt furðu. Mörgu er haldið fram í umræðunni sem stenst enga skoðun. Dapurlegast er að sjá þá, sem vita flestir hverjir betur, taka þátt í að afvegaleiða almenning með röngum upplýsingum. Um hvað fjallar orkupakkinn ekki? Hann snýst á engan hátt um einkavæðingu eða frekari „markaðsvæðingu“ raforkugeirans en nú er. Því síður er Ísland að afsala sér forræði á því hvernig við nýtum orkuauðlindir landsins og ákvörðun um mögulega lagningu sæstrengs, sem mun krefjast samþykkis Alþingis, verður alfarið í okkar höndum. Um allt þetta er ástæðulaust að deila. Þeir sem tala gegn þriðja orkupakkanum hafa látið að því liggja að málið eigi margt sameiginlegt með baráttunni gegn Icesave. Þótt erfitt sé að átta sig á þeim samanburði þá grundvallast sú afstaða meðal annars á því sjónarmiði að gera eigi það tortryggilegt að nú, rétt eins og þá, sé um það breið samstaða á meðal stjórnmálamanna og atvinnulífsins að samþykkja orkupakkann. Höfum eitt á hreinu. Krafan um það að Íslendingar ættu að gangast undir löglausar kröfur Breta og Hollendinga, sem hefði hamlað endurreisn efnahagslífsins og gert afnám hafta erfiðara en ella, varðaði gríðarlega fjárhagslega hagsmuni Íslands. Sem betur fer tókst að afstýra þeim áformum. Engir slíkir hagsmunir eru undir í því máli sem varðar þriðja orkupakkann. Hér er aðeins verið að fiska í gruggugu vatni þar sem markmiðið virðist vera – í einhverjum óskilgreindum pólitískum tilgangi – að grafa undan EES-samstarfinu að óþörfu. Því má ekki láta ósvarað. Ísland er í einstakri stöðu. Á síðustu árum hefur okkur tekist, undir forystu ólíkra ríkisstjórna, að leysa úr fjölmörgum flóknum en misstórum úrlausnarefnum á farsælan hátt, nú síðast með því að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára með skynsamlegum kjarasamningum. Verkefnið sem við stöndum núna frammi fyrir, rétt eins og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sögðu í viðtali við Markaðinn í vikunni er að byggja á þeim grunni til að sækja fram og bæta lífskjör þjóðarinnar. Hvernig til tekst ræðst af samkeppnishæfni Íslands. Ríkisstjórnin á því að leiða þriðja orkupakkann í lög og snúa sér að öðrum og mikilvægari málum sem eiga að vera í forgrunni. Næsta mál, takk.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun