Erlent

Fimmtíu ára fangelsis krafist

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Skjölin snerust líklega um dróna.
Skjölin snerust líklega um dróna. Nordicphotos/AFP
Yfirvöld í Bandaríkjunum handtóku Daniel Everette Hale, fyrrverandi upplýsingagreinanda hjá þjóðaröryggisstofnuninni NSA, í gær. Hale er ákærður fyrir að hafa lekið að minnsta kosti sautján leynilegum skjölum til blaðamanns. Hann á yfir höfði sér allt að fimmtíu ára fangelsisdóm.

Hale á að hafa prentað út 36 leynileg skjöl í febrúar 2014 og afhent blaðamanninum að minnsta kosti sautján þeirra. Samkvæmt BBC er talið líklegt að samskiptin hafi leitt af sér umfjöllun The Intercept um drónaárásir Bandaríkjamanna. Inter­cept hafði ekki tjáð sig um málið í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×