Ráðherrar kynntu aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum Heimir Már Pétursson skrifar 29. maí 2019 20:00 Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór. Heilbrigðismál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Íslensk stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir til að vinna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Koma á í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur sem á bæði við um kjöt og grænmeti. Í dag er talið að tæp milljón manns deyji árlega af völdum þessarra baktería og að allt að tíu milljón manns geti fallið vegna þeirra á næstu áratugum ef ekkert verði að gert. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá því á sameiginlegum fréttamannafundi með heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra að Keldum í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt aðgerðir í málaflokknum að tillögu heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meðal annars verður myndað teymi fimm sérfræðinga þvert á stofnanir sem helgar sig vörnum gegn sýklaofnæmi, stofnaður verður sýklaofnæmissjóður sem greiði fyrir skimun og vöktun á sýklaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri og útbúnar verði viðbragðsáætlanir svo eitthvað sé nefnt. „Síðan erum við að sjálfsögðu að líta til aukinnar fræðslu og vitundarvakningar um þessi mál. Því þau eru margþætt og þau lúta ekki bara að matvælum. Ekki bara að komu ferðamanna þau snúast líka um sýklalyfjanotkun,“ segir Katrín. Sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er með því minnsta sem þekkist í heiminum og ónæmar bakteríur fátíðari hér en víðast annars staðar og leggja ráðherrarnir áherslu á að halda þeirri forystu. Sigurður Ingi Jóhannasson samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir málið bæði snúa að heilbrigði dýra og manna og ímynd landsins. „Alþjóðaheilbrigðisráðið hefur einfaldlega sagt að þetta sé stærsta ógn 21. aldarinnar. Að um 2050 muni jafnmargir látast úr þessu og úr krabbameini, eða tíu til tólf milljónir manna,“ segir Sigurður Ingi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að unnið sé að vörnum þvert á ráðuneyti og stofnanir. „Nálgunin er í raun og veru sú að þetta spili alltaf saman; heilsa dýra og manna. Þetta er ein stærsta heilbrigðisógn aldarinnar ef marka má heilbrigðismálastofnunina og við verðum að hlýða á það. Við erum partur af ýmsum alþjóðlegum kerfum í því að reisa við þessu skorður,“ segir Svandís. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir það ekki í andstöðu við þessi markmið að heimila innflutning á fersku kjöti samkvæmt samningsskuldbindingum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur leynist í frosnu jafnt sem ófrosnu kjöti sem drepist við steikingu og suðu en einnig í hráu grænmeti. Þá geti íslenskir jafnt sem og aðrir ferðamenn smitast af þeim um allan heim. „Þannig að við þurfum að byggja upp getu til þess að takast á við það vandamál sem leiðir af sér á veraldarvísu að sýklalyfjaónæmum bakteríum er að fjölga. Þær eru að verða sterkari en þær voru. Við þurfum eins og aðrar þjóðar að byggja upp aðgerðir í því skyni að berjast við þá ógn,“ segir Kristján Þór.
Heilbrigðismál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira