Stefnt að því að nýi Herjólfur hefji siglingar milli lands og Eyja eftir mánuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2019 17:07 Nýi Herjólfur í Póllandi en hann leggur af stað til Eyja þann 9. júní. Vegagerðin Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, en samningar tókust í vikunni á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar um afhendingu skipsins. „Við erum að koma áhöfn út núna um helgina og það mun taka okkur einhverja daga í Póllandi að gera skipið sjóklárt til heimsiglingar. Við gerum ráð fyrir því að vera búin að ljúka því um aðra helgi og stefnum að því sigla skipinu heim frá Póllandi 9. júní,“ segir Guðbjartur. Siglingin frá Póllandi til Vestmannaeyja mun taka um fimm til sex sólarhringa en að öllum líkindum þarf að stoppa til að taka olíu í Færeyjum. „Svo við erum með áætlun um að sigla inn til Vestmannaeyja 15. júní. Við erum að reyna að vinna okkur í gegnum það að stytta þann tíma sem það tekur að setja skipið í rekstur. Skipið er fullbúið og það er ekkert óvænt sem við eigum von á við að fá það afhent. En það mun taka okkur 10 til 15 daga að koma því í rekstur þannig að við erum að stefna að því að vera komin með það í rekstur fyrir mánaðamótin júní/júlí,“ segir Guðbjartur. Hann segir tímabundinn samning í gildi á milli rekstrarfélags Herjólfs og Vegagerðarinnar um að eldri Herjólfur verði áfram til taks í Eyjum. Er það ekki síst vegna þess að enn á eftir að reyna nýja skipið á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Stefnt er að því að nýi Herjólfur komi til Vestmannaeyja frá Póllandi þann 15. júní næstkomandi og að hann hefji siglingar á milli lands og eyja fyrir mánaðamótin júní/júlí. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, en samningar tókust í vikunni á milli Vegagerðarinnar og pólsku skipasmíðastöðvarinnar um afhendingu skipsins. „Við erum að koma áhöfn út núna um helgina og það mun taka okkur einhverja daga í Póllandi að gera skipið sjóklárt til heimsiglingar. Við gerum ráð fyrir því að vera búin að ljúka því um aðra helgi og stefnum að því sigla skipinu heim frá Póllandi 9. júní,“ segir Guðbjartur. Siglingin frá Póllandi til Vestmannaeyja mun taka um fimm til sex sólarhringa en að öllum líkindum þarf að stoppa til að taka olíu í Færeyjum. „Svo við erum með áætlun um að sigla inn til Vestmannaeyja 15. júní. Við erum að reyna að vinna okkur í gegnum það að stytta þann tíma sem það tekur að setja skipið í rekstur. Skipið er fullbúið og það er ekkert óvænt sem við eigum von á við að fá það afhent. En það mun taka okkur 10 til 15 daga að koma því í rekstur þannig að við erum að stefna að því að vera komin með það í rekstur fyrir mánaðamótin júní/júlí,“ segir Guðbjartur. Hann segir tímabundinn samning í gildi á milli rekstrarfélags Herjólfs og Vegagerðarinnar um að eldri Herjólfur verði áfram til taks í Eyjum. Er það ekki síst vegna þess að enn á eftir að reyna nýja skipið á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.
Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09 Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45 Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Landeyjahöfn opnuð í dag Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, í fyrsta sinn á þessu ári. 2. maí 2019 07:09
Deilan „óvenjulega“ leyst og Herjólfur brátt á leið til Heimaeyjar Samkvæmt yfirlýsingu á vef Vegagerðarinnar hefur tilboði til Crist S.A. varðandi lokauppgjör vegna smíði nýja Herjólfs verið samþykkt og stendur til að undirrita það fljótlega. 27. maí 2019 15:45
Vegagerðin vildi tryggja milljarðana sín megin Vegagerðin segir það eindreginn ásetning sinn að samningar við skipasmíðastöðina Crist S.A. verði efndir og nýr Herjólfur afhent rekstraraðila til reksturs. 6. maí 2019 15:40