Danir ætla að vísa afganskri konu með vitglöp úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 13:45 Kristjánsborgarhöll þar sem danska þingið hefur aðsetur. Hörð innflytjendastefna hefur verið rekin í Danmörku undanfarin ár. Vísir/EPA Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli. Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Afganskri konu á áttræðisaldri sem þjáist af vitglöpum verður vísað frá Danmörku á næstu vikum en dönsk yfirvöld hafa hafnað henni um hæli þar. Strangari innflytjendastefna dönsku ríkisstjórnarinnar hefur leitt til þess að Danir eru nær hættir að taka við flóttafólki. Zarmena Waziri barðist fyrir kvenréttindum í heimalandi sínu Afganistan. Hún hefur sóst eftir hæli í Danmörku frá árinu 2012 en hefur verið hafnað ítrekað. Að sögn New York Times glímir hún við vitglöp sem fara versnandi. Dönsk yfirvöld höfnuðu að endurskoða umsókn hennar 15. maí og skipuðu Waziri að gefa sig fram til brottvísunar 4. júní. Dóttir hennar segir að verði henni vísað aftur til Afganistan jafngildi það dauðadómi yfir henni. „Hún er rúmliggjandi 99% tímans. Hún getur ekki gert neitt,“ segir Marzia Waziri sem er búsett í Árhúsum þar sem hún rekur litla matvöruverslun. Hún ætlar ekki að hlýða skipuninni um að afhenda innflytjendayfirvöldum móður hennar. „Þau verða að koma og sækja hana,“ segir Marzia við bandaríska blaðið. Yfirvöld segja að vottorð um vitglöp Waziri skorti. Fjölskyldan hefur lagt fram yfirlýsingu sálfræðings um að hún þjáist af vitglöpum en yfirvöld taka aðeins greiningu læknis gilda við veitingu hælis af mannúðarástæðum. Sem hælisleitandi á Waziri ekki rétt á allri heilbrigðisþjónustu í Danmörku og dóttir hennar segir að fjölskyldan hafi ekki efni á að fá greiningu læknis fyrir hana. Systkini Waziri og börn eru ýmist látin eða hafa flutt frá heimalandinu og á hún því engan að í Afganistan sem gæti tekið við henni og annast. Dönsk innflytjendayfirvöld benda aftur á móti á frændi látins eiginmanns hennar sem fjölskyldan segist ekki eiga í neinum samskiptum við og sé talibani. Það telja yfirvöld málinu óviðkomandi. Þau líti aðeins til hvort hann sé fær um að taka við henni, ekki hvort hann sé viljugur til þess þegar tekin er ákvörðun um hæli. Danir hafa rekið sífellt harðari innflytjendastefnu undanfarin ár. Árið 2007 fengu 223 einstaklingar hæli þar af mannúðarástæðum. Fimm árum síðar var fjöldinn kominn niður í 72 og árið 2017 fengu aðeins þrír hæli.
Afganistan Danmörk Flóttamenn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent