Dúx Borgarholtsskóla fór beint frá Silfurbergi á Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi Andri Eysteinsson skrifar 29. maí 2019 11:30 Magnús Gauti ásamt Kristjáni Ara Arasyni, sviðsstjóra bóknáms við útskriftarathöfnina síðasta laugardag. Mynd/Kristín Bogadóttir „Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús.Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag.Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum.Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019. Borðtennis Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Það var enginn tími til afslöppunar eftir útskriftina, ég fór beint út daginn eftir,“ sagði dúx Borgarholtsskóla, Magnús Gauti Úlfarsson, sem var staddur á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þegar Vísir náði af honum tali. Magnúsi er greinilega margt til lista lagt en auk þess að vera afburða námsmaður er hann einn fremsti borðtennisspilari Íslands. Magnús er einn sex fulltrúa Íslands í borðtenniskeppni Smáþjóðaleikanna og keppir í liðakeppninni og í einliðaleik. Hér á Íslandi leikur Magnús með liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar sem varð Íslandsmeistari karla í apríl síðastliðnum og hefur sjálfur orðið Íslandsmeistari í einliðaleik síðustu tvö ár, 2018 og 2019. Með sigrinum 2018 varð Magnús fyrsti Íslandsmeistarinn, sem ekki kom úr röðum Víkings frá árinu 1993. Þá varð Magnús einnig Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla í ár ásamt félaga sínum Birgi Ívarssyni. Borðtennis skipar því stóran sess í lífi Magnúsar en Magnús lagði sig allan fram við að sinna bæði leik og námi vel. „Það fór lítill tími í annað en æfingar og nám, ég æfi yfir 20 klukkustundir á viku og síðan þarf að læra vel, sérstaklega ef það eru próf eða verkefnaskil á döfinni. En það truflaði mig ekkert, enda eru flestir af mínum bestu vinum innan borðtennishreyfingarinnar,“ segir Magnús.Heldur til Norðurlanda og heillast af Lyfjafræði Magnús segist ekki hafa stefnt á að dúxa í framhaldsskóla fyrr en að tvær annir voru eftir, „ég hugsaði bara, af hverju ekki og gaf allt í botn til þess að ná markmiðinu,“ sagði Magnús Gauti. „Lykillinn fyrir mig er að læra þangað til maður skilur efnið. Aldrei hætta að lesa fyrir próf fyrr en allt er komið á hreint, þá flýgur maður í gegnum prófin og þarf ekkert að stressa sig á hlutunum, segir Magnús og bætir við að forvitni og áhugi geri allt svo miklu einfaldara. Aðferðir Magnúsar skiluðu honum 9,51 í meðaleinkunn sem tilkynnt var við útskriftina í Silfurbergi í Hörpu, síðasta laugardag.Magnús hélt eins og áður sagði rakleitt til Svartfjallalands eftir útskrift en seinna í sumar heldur hann ásamt félögum sínum í þeirra eigin útskriftarferð til Ítalíu. Þegar Ítalíuförinni lýkur stefnir Magnús á að halda til Norðurlandanna til æfinga og stefnir hann þar á nám í Lyfjafræði samhliða borðtennisæfingum.Spurður um heilræði fyrir nemendur sem dreymir um að dúxa stendur ekki á svörum hjá borðtenniskappanum. „ Vertu ábyrgur, ekki sleppa verkefni sama hversu lítið það gildir. Auk þess er mikilvægt að gera hlutina sjálfur og ekki treysta á að aðrir geri þá fyrir þig. Spurðu ef þú skilur ekki og síðast en ekki síst þarf að eiga sér líf utan lærdómsins,“ sagði Magnús Gauti Úlfarsson, margfaldur Íslandsmeistari í Borðtennis, keppandi á Smáþjóðaleikunum og dúx Borgarholtsskóla vorið 2019.
Borðtennis Reykjavík Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira