Stjórnarandstaðan neitar því að hafa stolið fjárlögum Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 07:42 Simon Bridges, leiðtogi nýsjálenska Þjóðarflokksins, neitar því að flokkurinn hafi komið nálægt árásum á tölvukerfi stjórnvalda. Vísir/Getty Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nýja-Sjálands hafnar því að hann hafi staðið fyrir innbroti í tölvukerfi ríkisstjórnarinnar og stolið þaðan gögnum sem tengjast fjárlögum. Flokkurinn lak upplýsingum um fjárlögin áður en þau verða birt og segist hafa komist yfir þær á löglegan hátt. Fjármálaráðuneytið segist hafa kært tölvuinnbrotið til lögreglunnar. Innbrotið hafi verið skipulagt og að yfirlögðu ráði. Um tvö þúsund árásir hafi verið gerðar á tölvukerfið á 48 klukkustundum. Ráðuneytið hefur ekki bendlað neinn við árásina. Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, birti upplýsingar um fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en til stendur að þau verði birt opinberlega á morgun. Flokkurinn sagði „ekkert innihald“ í fjárlögunum. Simon Bridges, leiðtogi Þjóðarflokksins, sakaði Jacindu Ardern, forsætisráðherra, um „nornaveiðar“ til að draga athyglina frá vandræðagangi hennar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur ekki verið neitt tölvuinnbrot í neinum skilningi þess orðs. Þjóðarflokkurinn hefur hegðað sér á algerlega viðeigandi hátt alla leið. Það hefur ekkert ólöglegt gerst eða neitt sem nálgast það einu sinni,“ sagði Bridges. Ardern segir á móti að enginn hafi bendlað Þjóðarflokkinn við innbrotið. Ríkisstjórn hennar segir að sumt af því sem Þjóðarflokkurinn birti um fjárlögin sé ekki á rökum reist. Fjárlögunum hefur verið lýst sem „velferðarfjárlögum“ með áherslu á geðheilsu, fátækt barna og heimilisofbeldi umfram hagvöxt. Nýja-Sjáland Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nýja-Sjálands hafnar því að hann hafi staðið fyrir innbroti í tölvukerfi ríkisstjórnarinnar og stolið þaðan gögnum sem tengjast fjárlögum. Flokkurinn lak upplýsingum um fjárlögin áður en þau verða birt og segist hafa komist yfir þær á löglegan hátt. Fjármálaráðuneytið segist hafa kært tölvuinnbrotið til lögreglunnar. Innbrotið hafi verið skipulagt og að yfirlögðu ráði. Um tvö þúsund árásir hafi verið gerðar á tölvukerfið á 48 klukkustundum. Ráðuneytið hefur ekki bendlað neinn við árásina. Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, birti upplýsingar um fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en til stendur að þau verði birt opinberlega á morgun. Flokkurinn sagði „ekkert innihald“ í fjárlögunum. Simon Bridges, leiðtogi Þjóðarflokksins, sakaði Jacindu Ardern, forsætisráðherra, um „nornaveiðar“ til að draga athyglina frá vandræðagangi hennar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur ekki verið neitt tölvuinnbrot í neinum skilningi þess orðs. Þjóðarflokkurinn hefur hegðað sér á algerlega viðeigandi hátt alla leið. Það hefur ekkert ólöglegt gerst eða neitt sem nálgast það einu sinni,“ sagði Bridges. Ardern segir á móti að enginn hafi bendlað Þjóðarflokkinn við innbrotið. Ríkisstjórn hennar segir að sumt af því sem Þjóðarflokkurinn birti um fjárlögin sé ekki á rökum reist. Fjárlögunum hefur verið lýst sem „velferðarfjárlögum“ með áherslu á geðheilsu, fátækt barna og heimilisofbeldi umfram hagvöxt.
Nýja-Sjáland Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira