Mkhitaryan fór ekki með Arsenal-liðinu til Aserbaídsjan vegna ótta um öryggi sitt. Mkhitaryan er frá Armeníu sem hefur átt í áralöngum deilum við Aserbaídsjan vegna Nagorno-Karabakh héraðsins.
Knattspyrnusamband Evrópu og knattspyrnusamband Aserbaídsjan fullyrtu að öryggi Mkhitaryans yrði tryggt.
Óvíst er hversu mikið var til í þeim fullyrðingum því stuðningsmenn Arsenal voru stöðvaðir af lögreglunni í Bakú fyrir það eitt að vera í treyjum með nafni Mkhitaryans aftan á.
Á myndbandinu hér fyrir neðan sjást lögreglumenn stöðva för stuðningsmannanna sem fengu þó á endanum að halda leið sinni áfram.
Mkhitaryan fans are feeling the long arm of the law in Baku ahead of the Europa League final…..#Mkhitaryan#Arsenal#EuropaLeague#Baku#Chelsea#aubameyangpic.twitter.com/a1CIuXOo9LLeikmenn Arsenal ætluðu að hita upp í treyjum merktum Mkhitaryan fyrir úrslitaleikinn í kvöld. Reglur UEFA banna það hins vegar.
— sntv (@sntvstory) May 28, 2019
Leikur Arsenal og Chelsea hefst klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.