Segir völdum rænt um stundarsakir Sveinn Arnarson skrifar 29. maí 2019 06:30 Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Steingrímur J. Sigfússon „Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann. Hljóðið í öðrum þingmönnum er þungt þessa dagana og fer þolinmæði þverrandi með hverjum deginum sem líður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi. „Það er hálf einkennileg túlkun þar sem forseti sjálfur er með dagskrárvaldið. Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur. „Hins vegar hefur umræðan verið góð og nýjar upplýsingar að koma á yfirborðið. Þær upplýsingar kalla á spurningar sem við viljum fá svör við. Því teljum við að það myndi flýta fyrir málinu ef stuðningsmenn tillögunnar gætu talað fyrir henni og veitt okkur þau svör sem við teljum okkur þurfa.“ Átta af níu nefndarmönnum í utanríkismálanefnd lögðu það til eftir meðferð í nefndinni, að málið yrði samþykkt. Aðeins Sigmundur Davíð vildi hafna tillögunni. „Við búum við ákveðnar leikreglur hér í þinginu. Þingviljinn birtist í atkvæðagreiðslu og það er miður ef þingmenn vilja ekki láta þingviljann ráða för,“ segir Steingrímur. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ Fréttablaðið hefur rætt við þingmenn sem segja að markmið Sigmundar sé að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar á grundvelli þingskaparlaga. Hins vegar sé enginn tilbúinn til að láta það eftir honum. Menn telji það vera áætlun Sigmundar að þannig komi hann út sem sigurvegari í þessari störukeppni. Menn bíði hins vegar eftir því að Miðflokksmenn brotni og hætti málþófinu. Á meðan þessi pattstaða er uppi er þingið óstarfhæft að öðru leyti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
„Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann. Hljóðið í öðrum þingmönnum er þungt þessa dagana og fer þolinmæði þverrandi með hverjum deginum sem líður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi. „Það er hálf einkennileg túlkun þar sem forseti sjálfur er með dagskrárvaldið. Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur. „Hins vegar hefur umræðan verið góð og nýjar upplýsingar að koma á yfirborðið. Þær upplýsingar kalla á spurningar sem við viljum fá svör við. Því teljum við að það myndi flýta fyrir málinu ef stuðningsmenn tillögunnar gætu talað fyrir henni og veitt okkur þau svör sem við teljum okkur þurfa.“ Átta af níu nefndarmönnum í utanríkismálanefnd lögðu það til eftir meðferð í nefndinni, að málið yrði samþykkt. Aðeins Sigmundur Davíð vildi hafna tillögunni. „Við búum við ákveðnar leikreglur hér í þinginu. Þingviljinn birtist í atkvæðagreiðslu og það er miður ef þingmenn vilja ekki láta þingviljann ráða för,“ segir Steingrímur. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ Fréttablaðið hefur rætt við þingmenn sem segja að markmið Sigmundar sé að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar á grundvelli þingskaparlaga. Hins vegar sé enginn tilbúinn til að láta það eftir honum. Menn telji það vera áætlun Sigmundar að þannig komi hann út sem sigurvegari í þessari störukeppni. Menn bíði hins vegar eftir því að Miðflokksmenn brotni og hætti málþófinu. Á meðan þessi pattstaða er uppi er þingið óstarfhæft að öðru leyti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira