Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Pétur Pétursson, Álftagerðisbróðir. „Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
„Þetta er alltaf jafn gaman. Við værum ekki í þessu ef okkur þætti þetta ekki svona gaman, það er alveg á hreinu,“ segir Pétur Pétursson Álftagerðisbróðir en hann mun ásamt bræðrum sínum syngja á tónleikum í Hörpu í haust. Tónleikarnir bera heitið Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið og marka ákveðin tímamót í lífi bræðranna. „Það má segja að þetta séu ákveðin kaflaskil hjá okkur,“ segir Pétur. „Við vorum ákveðnir í því að við ætluðum ekki að syngja svona stóra tónleika í Hörpu aftur og við ætluðum bara að kveðja þegjandi og hljóðalaust. En svo kom upp hugmynd um að halda eina lokatónleika, syngja einu sinni enn á stóra sviðinu.“ Bræðurnir slógu til og taka því fagnandi hversu vel hefur selst á tónleikana. „Það er farinn slatti af miðum og við erum mjög ánægðir með það,“ segir Pétur og bætir því við að Álftagerðisbræður hafi verið heppnir með það hversu vel þeim hefur verið tekið í gegnum tíðina. „Við höfum bara alltaf fengið fullt hús, það er bara þannig. Við getum ekki kvartað yfir því.“ Bræðurnir Pétur, Sigfús, Gísli og Óskar hafa sungið saman frá því að þeir muna eftir sér en komu fyrst saman sem Álftagerðisbræður fyrir 32 árum. Þá sungu þeir við jarðarför föður síns. Þeir öðluðust fljótt hylli sveitunga sinna og urðu skömmu síðar þekktir um allt land. Þeir búa allir á Norðurlandi og segir Pétur að þrátt fyrir að þeir séu að kveðja stóra sviðið séu þeir hvergi nærri hættir. „Við erum alls ekki að hætta, bara að yfirgefa stóra sviðið. Þetta lítur nú út eins og hálfgerðir minningartónleikar, eins og við séum dauðir, en svo er nú alls ekki. Við ætlum okkur að taka því rólega núna,“ segir Pétur glettinn. „Við munum halda áfram að syngja. Óskar syngur mikið á Akureyri og við hinir höldum áfram hér í Skagafirðinum.“ Bræðurnir koma fram við ýmis tækifæri á Norðurlandi, svo sem brúðkaup og jarðarfarir. Einnig eru þrír þeirra meðlimir í Karlakórnum Heimi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu laugardaginn 26. október kl. 20. Miða má nálgast á tix.is og harpa. is. Tónlistarstjóri og stjórnandi er Stefán Reynir Gíslason og verða ýmsar perlur Álftagerðisbræðra á dagskránni.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira