Íslendingar eru sannarlega hrifnir ef Eurovision-keppninni en áhorfið á úrslitakvöldið þann 18. maí mældist 98,4 prósent. EBU greinir frá.
Það er það mesta í Evrópu en alls horfðu 182 milljónir á keppnina á 40 sjónvarpsstöðvum.
4,5 milljónir Hollendinga horfðu á keppnina en Duncan Laurence vann keppnina fyrir þeirra hönd. Það mun vera 73,4 prósent áhorf.
3,4 milljónir Ítala sáu keppnina. Áhorfið hér á landi mældist meira árið 2014 þegar Pollapönk komst áfram í úrslit en þá var áhorfið 98,6 prósent.
98,4 prósent áhorf á Eurovision hér á landi
Stefán Árni Pálsson skrifar
