Vörukarfa ASÍ hækkaði í átta verslunum af tíu frá fyrstu vikunni í nóvember 2018 þangað til aðra vikuna í maí 2019. Mest hækkaði vörukarfan í 10-11 um 5,5% en minnst í Bónus og Kjörbúðinni um 0,3%.
Vörukarfan lækkaði á tímabilinu í Samkaupum strax um 1,2% og um 0,6% í Krambúðinni. Verð á brauð- og kornvörum, sykri, sælgæti og drykkjarvörum hækkaði mest á tímabilinu og má sjá hækkanir í þessum vöruflokkum í nær öllum verslunum.
Verð á mjólkurvörum og hreinlætis- og snyrtivörum hækkaði í hluta verslana en lækkuðu í öðrum. Mestar sveiflur eru í verði kjötvara og grænmetis og ávaxta milli tímabila.
Þetta er í samræmi við undirliðinn mat og drykkjarvörur í vísitölu neysluverðs en hækkunin á þeim lið á tímabilinu nóvember-maí nemur 1,7%. Stór hluti þeirrar hækkunar kemur þó fram í maí mánuði eða 0,7%.
Nánar á vef ASÍ.
Átta af tíu hækkuðu verðið og 10-11 mest
